Yfir sjöhundruð hjólum stolið á ári Ingveldur Geirsdóttir skrifar 6. júní 2013 19:12 Af þeim sjöhundruð hjólum sem er stolið árlega berast aðeins 100 til 150 í óskilamunadeild lögreglunnar. Í mesta lagi þrjátíu þeirra rata þaðan í hendur eiganda sinna. Á laugardaginn verða um hundrað hjól, nokkrir barnavagnar og kerrur sem enginn hefur hirt um að sækja boðin upp á árlegu uppboði óskilamunadeildarinnar. Hefð er fyrir því að öll hjólin seljist þar upp og þau fara á verðbilinu tvöþúsund til fimmtíu þúsund krónur. Algengt er að hjól berist í óskilamunadeildina nokkrum mánuðum eftir að þeim var stolið. Eigendunum nægir því sjaldnast að koma bara til lögreglu strax eftir þjófnaðinn, þeir verða líka að koma aftur seinna, helst á nokkurra vikna fresti, til að fullreyna hvort hjólin séu í vörslu lögreglu eða ekki. Til að lágmarka hættuna á því að hjólum sé stolið er góður lás mikilvægur að sögn Thelmu Gló Jónsdóttur starfsmanns óskilamunadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrst og fremst að fá sér bara góðan lás og spyrja í reiðhjólaversluninni hvað er góður lás sem ekki er hægt að klippa í gegnum og læsa hjólunum við eitthvað sem er boltað niður," segir Thelma. Jón Þór Skaftason verslunarstjóri í reiðhjólaversluninni Erninum segir að það hafi aukist mikið að undanförnu að fólk spyrji út í hjólaöryggi. Þá sé mikilvægt að vera með vandaða og þykka hjólalása sem erfitt er að klippa í sundur. Því miður sé ekkert hundrað prósent öryggi í þessu, hægt sé að ná öllum lásum í sundur sé viljinn fyrir hendi, með klippum eða jafnvel slípirokki. Mikilvægt er að geyma hjólin inni og að fólk þekki hjólin sín sé þeim stolið. Jón Þór mælir með því að fólk skrái hjá sér litinn á hjólinu, stærðina, gerð, framleiðanda og módelið af hjólinu. Þá sé mjög mikilvægt að hafa raðnúmerið skráð hjá sér en það má finna þrykkt í flest hjól undir hjólinu hjá pedölunum eða á stönginni fyrir neðan stýrið. Flestar hjólreiðaverslanir skrá síðan raðnúmerið niður á nótuna þegar hjól er keypt. Jón Þór segir að upplifun hans sé að hjólastuldir séu orðnir algengari. Hann grunar að mikið af þeim hjólum sem er stolið séu flutt úr landi. „Sem dæmi var þremur dýrum hjólum stolið úr búðinni hjá okkur, þau voru ein sinnar gerðar a Íslandi og hafa aldrei sést hér aftur. Það bendir til þess að þau hafi farið úr landi." Uppboð óskilamunadeildar lögreglunnar verður haldið í húsnæði Vöku í Skútuvogi 8 í Reykjavík á laugardaginn, 8. júní, og hefst kl. 11. Reiðhjólageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er í Borgartúni 7b í Reykjavík. Hún er opin á þriðjudögum frá kl. 9 - 12. Þar er hægt að tilkynna reiðhjólið stolið ef það finnst ekki í geymslunni. Óskilamunageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík. Opið er virka daga frá kl. 8.15 - 15.30. Sími 444-1000. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Af þeim sjöhundruð hjólum sem er stolið árlega berast aðeins 100 til 150 í óskilamunadeild lögreglunnar. Í mesta lagi þrjátíu þeirra rata þaðan í hendur eiganda sinna. Á laugardaginn verða um hundrað hjól, nokkrir barnavagnar og kerrur sem enginn hefur hirt um að sækja boðin upp á árlegu uppboði óskilamunadeildarinnar. Hefð er fyrir því að öll hjólin seljist þar upp og þau fara á verðbilinu tvöþúsund til fimmtíu þúsund krónur. Algengt er að hjól berist í óskilamunadeildina nokkrum mánuðum eftir að þeim var stolið. Eigendunum nægir því sjaldnast að koma bara til lögreglu strax eftir þjófnaðinn, þeir verða líka að koma aftur seinna, helst á nokkurra vikna fresti, til að fullreyna hvort hjólin séu í vörslu lögreglu eða ekki. Til að lágmarka hættuna á því að hjólum sé stolið er góður lás mikilvægur að sögn Thelmu Gló Jónsdóttur starfsmanns óskilamunadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrst og fremst að fá sér bara góðan lás og spyrja í reiðhjólaversluninni hvað er góður lás sem ekki er hægt að klippa í gegnum og læsa hjólunum við eitthvað sem er boltað niður," segir Thelma. Jón Þór Skaftason verslunarstjóri í reiðhjólaversluninni Erninum segir að það hafi aukist mikið að undanförnu að fólk spyrji út í hjólaöryggi. Þá sé mikilvægt að vera með vandaða og þykka hjólalása sem erfitt er að klippa í sundur. Því miður sé ekkert hundrað prósent öryggi í þessu, hægt sé að ná öllum lásum í sundur sé viljinn fyrir hendi, með klippum eða jafnvel slípirokki. Mikilvægt er að geyma hjólin inni og að fólk þekki hjólin sín sé þeim stolið. Jón Þór mælir með því að fólk skrái hjá sér litinn á hjólinu, stærðina, gerð, framleiðanda og módelið af hjólinu. Þá sé mjög mikilvægt að hafa raðnúmerið skráð hjá sér en það má finna þrykkt í flest hjól undir hjólinu hjá pedölunum eða á stönginni fyrir neðan stýrið. Flestar hjólreiðaverslanir skrá síðan raðnúmerið niður á nótuna þegar hjól er keypt. Jón Þór segir að upplifun hans sé að hjólastuldir séu orðnir algengari. Hann grunar að mikið af þeim hjólum sem er stolið séu flutt úr landi. „Sem dæmi var þremur dýrum hjólum stolið úr búðinni hjá okkur, þau voru ein sinnar gerðar a Íslandi og hafa aldrei sést hér aftur. Það bendir til þess að þau hafi farið úr landi." Uppboð óskilamunadeildar lögreglunnar verður haldið í húsnæði Vöku í Skútuvogi 8 í Reykjavík á laugardaginn, 8. júní, og hefst kl. 11. Reiðhjólageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er í Borgartúni 7b í Reykjavík. Hún er opin á þriðjudögum frá kl. 9 - 12. Þar er hægt að tilkynna reiðhjólið stolið ef það finnst ekki í geymslunni. Óskilamunageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík. Opið er virka daga frá kl. 8.15 - 15.30. Sími 444-1000.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira