Yfir sjöhundruð hjólum stolið á ári Ingveldur Geirsdóttir skrifar 6. júní 2013 19:12 Af þeim sjöhundruð hjólum sem er stolið árlega berast aðeins 100 til 150 í óskilamunadeild lögreglunnar. Í mesta lagi þrjátíu þeirra rata þaðan í hendur eiganda sinna. Á laugardaginn verða um hundrað hjól, nokkrir barnavagnar og kerrur sem enginn hefur hirt um að sækja boðin upp á árlegu uppboði óskilamunadeildarinnar. Hefð er fyrir því að öll hjólin seljist þar upp og þau fara á verðbilinu tvöþúsund til fimmtíu þúsund krónur. Algengt er að hjól berist í óskilamunadeildina nokkrum mánuðum eftir að þeim var stolið. Eigendunum nægir því sjaldnast að koma bara til lögreglu strax eftir þjófnaðinn, þeir verða líka að koma aftur seinna, helst á nokkurra vikna fresti, til að fullreyna hvort hjólin séu í vörslu lögreglu eða ekki. Til að lágmarka hættuna á því að hjólum sé stolið er góður lás mikilvægur að sögn Thelmu Gló Jónsdóttur starfsmanns óskilamunadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrst og fremst að fá sér bara góðan lás og spyrja í reiðhjólaversluninni hvað er góður lás sem ekki er hægt að klippa í gegnum og læsa hjólunum við eitthvað sem er boltað niður," segir Thelma. Jón Þór Skaftason verslunarstjóri í reiðhjólaversluninni Erninum segir að það hafi aukist mikið að undanförnu að fólk spyrji út í hjólaöryggi. Þá sé mikilvægt að vera með vandaða og þykka hjólalása sem erfitt er að klippa í sundur. Því miður sé ekkert hundrað prósent öryggi í þessu, hægt sé að ná öllum lásum í sundur sé viljinn fyrir hendi, með klippum eða jafnvel slípirokki. Mikilvægt er að geyma hjólin inni og að fólk þekki hjólin sín sé þeim stolið. Jón Þór mælir með því að fólk skrái hjá sér litinn á hjólinu, stærðina, gerð, framleiðanda og módelið af hjólinu. Þá sé mjög mikilvægt að hafa raðnúmerið skráð hjá sér en það má finna þrykkt í flest hjól undir hjólinu hjá pedölunum eða á stönginni fyrir neðan stýrið. Flestar hjólreiðaverslanir skrá síðan raðnúmerið niður á nótuna þegar hjól er keypt. Jón Þór segir að upplifun hans sé að hjólastuldir séu orðnir algengari. Hann grunar að mikið af þeim hjólum sem er stolið séu flutt úr landi. „Sem dæmi var þremur dýrum hjólum stolið úr búðinni hjá okkur, þau voru ein sinnar gerðar a Íslandi og hafa aldrei sést hér aftur. Það bendir til þess að þau hafi farið úr landi." Uppboð óskilamunadeildar lögreglunnar verður haldið í húsnæði Vöku í Skútuvogi 8 í Reykjavík á laugardaginn, 8. júní, og hefst kl. 11. Reiðhjólageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er í Borgartúni 7b í Reykjavík. Hún er opin á þriðjudögum frá kl. 9 - 12. Þar er hægt að tilkynna reiðhjólið stolið ef það finnst ekki í geymslunni. Óskilamunageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík. Opið er virka daga frá kl. 8.15 - 15.30. Sími 444-1000. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Af þeim sjöhundruð hjólum sem er stolið árlega berast aðeins 100 til 150 í óskilamunadeild lögreglunnar. Í mesta lagi þrjátíu þeirra rata þaðan í hendur eiganda sinna. Á laugardaginn verða um hundrað hjól, nokkrir barnavagnar og kerrur sem enginn hefur hirt um að sækja boðin upp á árlegu uppboði óskilamunadeildarinnar. Hefð er fyrir því að öll hjólin seljist þar upp og þau fara á verðbilinu tvöþúsund til fimmtíu þúsund krónur. Algengt er að hjól berist í óskilamunadeildina nokkrum mánuðum eftir að þeim var stolið. Eigendunum nægir því sjaldnast að koma bara til lögreglu strax eftir þjófnaðinn, þeir verða líka að koma aftur seinna, helst á nokkurra vikna fresti, til að fullreyna hvort hjólin séu í vörslu lögreglu eða ekki. Til að lágmarka hættuna á því að hjólum sé stolið er góður lás mikilvægur að sögn Thelmu Gló Jónsdóttur starfsmanns óskilamunadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrst og fremst að fá sér bara góðan lás og spyrja í reiðhjólaversluninni hvað er góður lás sem ekki er hægt að klippa í gegnum og læsa hjólunum við eitthvað sem er boltað niður," segir Thelma. Jón Þór Skaftason verslunarstjóri í reiðhjólaversluninni Erninum segir að það hafi aukist mikið að undanförnu að fólk spyrji út í hjólaöryggi. Þá sé mikilvægt að vera með vandaða og þykka hjólalása sem erfitt er að klippa í sundur. Því miður sé ekkert hundrað prósent öryggi í þessu, hægt sé að ná öllum lásum í sundur sé viljinn fyrir hendi, með klippum eða jafnvel slípirokki. Mikilvægt er að geyma hjólin inni og að fólk þekki hjólin sín sé þeim stolið. Jón Þór mælir með því að fólk skrái hjá sér litinn á hjólinu, stærðina, gerð, framleiðanda og módelið af hjólinu. Þá sé mjög mikilvægt að hafa raðnúmerið skráð hjá sér en það má finna þrykkt í flest hjól undir hjólinu hjá pedölunum eða á stönginni fyrir neðan stýrið. Flestar hjólreiðaverslanir skrá síðan raðnúmerið niður á nótuna þegar hjól er keypt. Jón Þór segir að upplifun hans sé að hjólastuldir séu orðnir algengari. Hann grunar að mikið af þeim hjólum sem er stolið séu flutt úr landi. „Sem dæmi var þremur dýrum hjólum stolið úr búðinni hjá okkur, þau voru ein sinnar gerðar a Íslandi og hafa aldrei sést hér aftur. Það bendir til þess að þau hafi farið úr landi." Uppboð óskilamunadeildar lögreglunnar verður haldið í húsnæði Vöku í Skútuvogi 8 í Reykjavík á laugardaginn, 8. júní, og hefst kl. 11. Reiðhjólageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er í Borgartúni 7b í Reykjavík. Hún er opin á þriðjudögum frá kl. 9 - 12. Þar er hægt að tilkynna reiðhjólið stolið ef það finnst ekki í geymslunni. Óskilamunageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík. Opið er virka daga frá kl. 8.15 - 15.30. Sími 444-1000.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira