Innlent

Predikun Agnesar í beinni á Twitter

Predikun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups í Dómkirkjunni í dag verður skrifuð jafnóðum inn á samfélagsmiðilinnn Twitter.
Predikun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups í Dómkirkjunni í dag verður skrifuð jafnóðum inn á samfélagsmiðilinnn Twitter.

Predikun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups í Dómkirkjunni í dag verður skrifuð jafnóðum inn á samfélagsmiðilinnn Twitter.  

Alþingi kemur saman eftir hádegi og er það í fyrsta sinn sem þingið kemur saman eftir kosningar til Alþingis í vor og  ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við.

Þingsetningarathöfnin hefst, eins og venjan er, með guðsþjónustu Dómkirkjunni í Reykjavík. Þar prédikar Agnes og Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari.

Nú verður brugðið á það ráð að miðla prédikuninni í beinni útsendingu á @biskupislands sem er síða biskups á samskiptavefnum Twitter.

Árni Svanur Daníelsson, upplýsingafulltrúi Biskupsstofu, mun tísta fyrir biskup meðan hún er í prédikunarstólnum. Þeir sem vilja tísta um prédikunina geta notað merkið #thingsetning á twitter. Þetta er í fyrsta skiptið sem tístað er frá predikun við þingsetningu.

Prédikun Agnesar biskups verður síðan birt á vefnum Trú.is eftir að hún hefur verið flutt.

Hægt er að nálgast twitter-síðu biskupsins hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×