Krafa um uppgjör við KÍ Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. júlí 2013 06:00 Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður Deila stjórnar Vísindasjóðs Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við Kennarasamband Íslands, KÍ, um umsýslu sjóðsins sem staðið hefur á þriðja ár er enn í hnút. Stjórnin hefur falið Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni að undirbúa kröfu um uppgjör við KÍ. „Það er ljóst að það á eftir að fara fram fjárhagslegt uppgjör milli stjórnar Vísindasjóðsins og kennarahússins vegna utanumhalds á sjóðnum og viðskilnaðarins við KÍ. Það er ljóst að verið er að halda upplýsingum frá stjórn sjóðsins. Það var reynt að kalla þær fram með dómsmáli í fyrra en kröfu sjóðsins var hafnað,“ segir Lára. Í janúar 2011 óskaði stjórn Vísindasjóðs eftir upplýsingum um svokallað aðstöðugjald sem KÍ greiddi sér af bankareikningi sjóðsins. „Þegar í ljós kom að enginn samningur lá fyrir um aðstöðugjaldið vöknuðu fleiri spurningar. Við mættum mikilli tregðu af hálfu KÍ við að láta bókhaldið af hendi en fengum að lokum hluta gagnanna. Meðal þess sem kom í ljós var að tekjur sjóðsins frá ríkinu, rúmar átta milljónir króna á mánuði, voru jafnan færðar af bankareikningi sjóðsins og inn á reikning KÍ þar sem þær lágu jafnvel í nokkrar vikur. Vextir af þeim peningum hafa orðið eftir á reikningi KÍ,“ segja Þórey Hilmarsdóttir, stjórnarformaður Vísindasjóðsins, og Linda Rós Michaelsdóttir stjórnarmaður. Vísindasjóðurinn hefur nú verið fluttur úr KÍ og er vistaður annars staðar. Að sögn Lindu Rósar og Þóreyjar var það gert til að tryggja sem best hagsmuni félaganna beggja. „Ríkisendurskoðandi tjáði okkur að við bærum fjárhagslega ábyrgð á sjóðnum og að við yrðum að skoða hlutina.“ Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Deila stjórnar Vísindasjóðs Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við Kennarasamband Íslands, KÍ, um umsýslu sjóðsins sem staðið hefur á þriðja ár er enn í hnút. Stjórnin hefur falið Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni að undirbúa kröfu um uppgjör við KÍ. „Það er ljóst að það á eftir að fara fram fjárhagslegt uppgjör milli stjórnar Vísindasjóðsins og kennarahússins vegna utanumhalds á sjóðnum og viðskilnaðarins við KÍ. Það er ljóst að verið er að halda upplýsingum frá stjórn sjóðsins. Það var reynt að kalla þær fram með dómsmáli í fyrra en kröfu sjóðsins var hafnað,“ segir Lára. Í janúar 2011 óskaði stjórn Vísindasjóðs eftir upplýsingum um svokallað aðstöðugjald sem KÍ greiddi sér af bankareikningi sjóðsins. „Þegar í ljós kom að enginn samningur lá fyrir um aðstöðugjaldið vöknuðu fleiri spurningar. Við mættum mikilli tregðu af hálfu KÍ við að láta bókhaldið af hendi en fengum að lokum hluta gagnanna. Meðal þess sem kom í ljós var að tekjur sjóðsins frá ríkinu, rúmar átta milljónir króna á mánuði, voru jafnan færðar af bankareikningi sjóðsins og inn á reikning KÍ þar sem þær lágu jafnvel í nokkrar vikur. Vextir af þeim peningum hafa orðið eftir á reikningi KÍ,“ segja Þórey Hilmarsdóttir, stjórnarformaður Vísindasjóðsins, og Linda Rós Michaelsdóttir stjórnarmaður. Vísindasjóðurinn hefur nú verið fluttur úr KÍ og er vistaður annars staðar. Að sögn Lindu Rósar og Þóreyjar var það gert til að tryggja sem best hagsmuni félaganna beggja. „Ríkisendurskoðandi tjáði okkur að við bærum fjárhagslega ábyrgð á sjóðnum og að við yrðum að skoða hlutina.“
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira