Innlent

Efa vald borgarráðs í OR-máli

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Kjartan 
Magnússon borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Kjartan Magnússon borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarráðsfulltrúi Vinstri Grænna
Borgarráð staðfesti í gær ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um að selja skuldabréf Magma í eigu fyrirtækisins þrátt fyrir harða gagnrýni minnihlutans á söluferlinu.

Tilboð í bréfin, sem hljóðar upp á 8,6 milljarða króna, barst frá sjóði á vegum Landsbréfa en ekki er vitað hver stendur að baki sjóðnum.

Salan var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans en þrír fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði á móti. Hafa þeir gagnrýnt söluferlið harðlega en af mismunandi ástæðum.

Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir þá leynd sem hvílt hefur á ferlinu. Þykir honum því hafa verið haldið frá opinberri umræðu auk þess sem óljóst er hver sé raunverulegur kaupandi bréfanna.



Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir tímasetningu sölunnar þar sem álverð sé í lágmarki. Minnihlutinn í heild sinni efast um að það sé í samræmi við góða stjórnsýsluhætti að borgarráð taki fullnaðarákvörðun um svo stóran fjármálagerning. Í sveitarstjórnarlögum segir að eingöngu sveitarstjórn geti tekið ákvarðanir um málefni sem varða verulega fjármál sveitarfélagsins. Borgarráð hefur ákveðna heimild til afgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnarinnar en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ásamt borgarráðsfulltrúum Vinstri grænna hafa leitað eftir áliti innanríkisráðuneytisins á því hvort slík heimild sé án takmarkana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×