Innlent

Fundnir sekir um þjófnað

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Dómsalur. Myndin er úr safni.
Dómsalur. Myndin er úr safni.
Tveir ungir menn voru í gær dæmdir sekir fyrir þjófnað í Héraðsdómi Suðurlands. Höfðu þeir brotist inn í sumarhús í Grímsnes- og Grafningshreppi með því að brjóta rúðu í þvottahúshurð og stálu þar þremur fartölvum.

Var annar þeirra dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar en hinum var ekki gerð sérstök refsing þar sem hann sætti þegar refsingu fyrir óskylt brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×