Innlent

Ferðamaður gripinn við að spræna á almannafæri

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögreglan hefur í mörg horn að líta.
Lögreglan hefur í mörg horn að líta.
Lögreglumenn á eftirlitsferð stóðu erlendan ferðamann að verki, þar sem hann var að spræna á almannafæri í miðborginni um tvö leitið í nótt.

Þetta er skýrt brot á lögreglusamþykktinni og liggur sekt við því. Ferðamaðurinn játaði brot sitt fúslega og óskaði eftir því að fá að greiða sektina strax, þarf sem hann átti bókað flug úr landi nú í morgunsárið og var gengið frá málinu á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×