Allir á móti þriggja daga helgi Valur Grettisson skrifar 12. júlí 2013 11:43 Borgarráð fékk umsagnir um að færa frídaga til, trúfélögum og stéttarfélögum líst illa á hugmyndina. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði til í maí síðastliðnum að reynt yrði að ná samkomulagi við stéttar- og trúfélög um að færa til staka frídaga starfsmanna Reykjavíkurborgar í miðri viku þannig úr yrði löng þriggja daga fríhelgi. Fimm skiluðu umsögn, þar af einn einstaklingur, en sá var Snorri Óskarsson, betur þekktur sem Snorri í Betel. Það er óhætt að segja að umsagnirnar séu á einn veg, engum líst vel á að færa frídagana nær helginni. Ástæðurnar eru aftur á móti frekar ólíkar. Þannig segir í umsögn Bandalags háskólamanna að þeir hafi efasemdir um að tilfærsla frídga yrðu til góðs. Að auki gæti komið upp misræmi fyrir barnafólk þar sem foreldri ynni á frídegi barna, en svo væri frí á skóladögum þeirra. Þá benda þeir einnig á að ekki búa allir starfsmenn Reykjavíkurborgar í Reykjavík. Biskupsstofu þykir hugmyndin óheppileg. Til að mynda vegna uppstigningardags, en í umsögninni segir að sá dagur sé messudagur í flestum kirkjum landsins. Þjóðkirkjan vill því stuðla að því að sem flestir eigi þess kost að sækja kirkju á helgum hátíðum og rækta trú sína og samfélag. Snorri í Betel er alfarið á móti því að Uppstigningardagur og aðrir frídagar tengdir kristinni trú, verði færðir til. Ástæðan sem hann gefur upp í umsögn sinni er sú að það sé mikilvægt fyrir kristna að eiga sameiginlega daga með guði, og eru þeir dagar, að sögn Snorra, kallaðir „sambandstákn". Hann segir að með því að færa þessa daga rofni ákveðin tenging milli kristinna og guðs. Þá bendir Snorri jafnframt á að með lengri helgi fái fleiri tækifæri til þess að auka áfengisdrykkju sína. En það er fleirum sem líst illa á hugmyndir borgarfkulltrúans. ASÍ setur meðal annars fyrirvara á hugmyndina. Þá leggst Hvítasunnukirkjan alfarið gegn hugmyndinni, þó ekki eingöngu af trúarlegum ástæðum. Í umsögn þeirra segir meðal annars að það væri undarleg tilhugsun að verkamenn ynnu á 1. maí. Stjórn Hvítunnukirkjunnar telur að það henti vinnuveitendum betur að slíta ekki vinnuvikuna. Í lok umsagnarinnar segir svo stjórn Hvítasunnukirkjunnar: „Við teljum því að tillagan sé ekki góð og biðjum um að helgidagar fái að halda helgi sinni.“ Eini frídagurinn sem engin athugasemd er gerð við, eða minnst á yfirhöfuð, er 17. júní. Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar fara nú yfir umsagnir þessara aðila og hefur málinu því verið frestað. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði til í maí síðastliðnum að reynt yrði að ná samkomulagi við stéttar- og trúfélög um að færa til staka frídaga starfsmanna Reykjavíkurborgar í miðri viku þannig úr yrði löng þriggja daga fríhelgi. Fimm skiluðu umsögn, þar af einn einstaklingur, en sá var Snorri Óskarsson, betur þekktur sem Snorri í Betel. Það er óhætt að segja að umsagnirnar séu á einn veg, engum líst vel á að færa frídagana nær helginni. Ástæðurnar eru aftur á móti frekar ólíkar. Þannig segir í umsögn Bandalags háskólamanna að þeir hafi efasemdir um að tilfærsla frídga yrðu til góðs. Að auki gæti komið upp misræmi fyrir barnafólk þar sem foreldri ynni á frídegi barna, en svo væri frí á skóladögum þeirra. Þá benda þeir einnig á að ekki búa allir starfsmenn Reykjavíkurborgar í Reykjavík. Biskupsstofu þykir hugmyndin óheppileg. Til að mynda vegna uppstigningardags, en í umsögninni segir að sá dagur sé messudagur í flestum kirkjum landsins. Þjóðkirkjan vill því stuðla að því að sem flestir eigi þess kost að sækja kirkju á helgum hátíðum og rækta trú sína og samfélag. Snorri í Betel er alfarið á móti því að Uppstigningardagur og aðrir frídagar tengdir kristinni trú, verði færðir til. Ástæðan sem hann gefur upp í umsögn sinni er sú að það sé mikilvægt fyrir kristna að eiga sameiginlega daga með guði, og eru þeir dagar, að sögn Snorra, kallaðir „sambandstákn". Hann segir að með því að færa þessa daga rofni ákveðin tenging milli kristinna og guðs. Þá bendir Snorri jafnframt á að með lengri helgi fái fleiri tækifæri til þess að auka áfengisdrykkju sína. En það er fleirum sem líst illa á hugmyndir borgarfkulltrúans. ASÍ setur meðal annars fyrirvara á hugmyndina. Þá leggst Hvítasunnukirkjan alfarið gegn hugmyndinni, þó ekki eingöngu af trúarlegum ástæðum. Í umsögn þeirra segir meðal annars að það væri undarleg tilhugsun að verkamenn ynnu á 1. maí. Stjórn Hvítunnukirkjunnar telur að það henti vinnuveitendum betur að slíta ekki vinnuvikuna. Í lok umsagnarinnar segir svo stjórn Hvítasunnukirkjunnar: „Við teljum því að tillagan sé ekki góð og biðjum um að helgidagar fái að halda helgi sinni.“ Eini frídagurinn sem engin athugasemd er gerð við, eða minnst á yfirhöfuð, er 17. júní. Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar fara nú yfir umsagnir þessara aðila og hefur málinu því verið frestað.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira