Innlent

"Enginn að fara að brenna um helgina"

Jóhannes Stefánsson skrifar
Landsmenn gætu þurft að draga fram regnhlífarnar um helgina
Landsmenn gætu þurft að draga fram regnhlífarnar um helgina
„Það er engar stórar breytingar að sjá fyrir utan það að það verður ekki eins hlýtt og þurrt fyrir norðan og austan," segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofunni um veðrið um helgina. Áfram verður votviðrasamt sunnan- og vestanlands.

„Veðrið er svona frekar í blautari kantinum," segir Óli en úrkoma verður með köflum um allt land um helgina. „Það er möguleiki að það nái að létta til á mánudag og þriðjudag sunnanlands en það verður skammvinn norðanátt, en það er óvíst."

Aðspurður leggur hann til að útilegufarar taki með sér pollagalla, hvert sem förinni er heitið. „Það er svo um miðja næstu viku sem hlýnar svo fyrir norðan að einhverju marki."

„Það brenna fáir þessa helgina," segir hann svo að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×