Innlent

Að minnsta kosti átta látnir

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður er á slysstað.
Mikill viðbúnaður er á slysstað. MYND/AFP
Að minnsta kosti átta manns létust þegar lest fór út af sporinu í Bretigny-sur-Orge hverfinu suður af París um fjögurleytið í dag.

Slysið er mjög alvarlegt, tugir slösuðust og óttast er að tala látinna fari hækkandi á næstu klukkustundum.

Samkvæmt BBC voru alls 350 farþegar í lestinni,en hún var á leið til Limoges í Frakklandi.

Sjónarvottar sögðu lestina hafa farið í sundur og að vagnar lestarinnar séu á víð og dreif um svæðið.

Uppfært kl 19.10: Ástæður slyssins eru enn ókunnar. Staðfest hefur verið að fjórir af sjö vögnum lestarinnar hafi farið út af sporinu og kollsteypst.

Sporaskiptinn þar sem lestin fór út af hafi bilað alvarlega í maí og var um tíma ónothæfur. Ekki hefur fengist staðfest hvort samband sé á milli þeirrar bilunar og slyssins í dag.

Manuel Valls, innanríkisráðherra Frakklands, sagði í tilkynningu að hæsta viðbúnaðarstig sé á slysstað. 8 manns hafa látið lífið og yfir 60 eru slasaðir, þar af nokkrir mjög alvarlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×