Innlent

Pílagrímar ganga frá Bæ að Skálholti

Elínborg Sturludóttir ásamt félögum sínum, þeim sr. Flóka Kristinssyni og Geir Waage, félagsmönnum í Áhugamannafélagi um pílagrímsgöngur.
Elínborg Sturludóttir ásamt félögum sínum, þeim sr. Flóka Kristinssyni og Geir Waage, félagsmönnum í Áhugamannafélagi um pílagrímsgöngur.
Pílagrímsganga félagsins Pílagrímar verður farin á þriðjudaginn í næstu viku, þann 16.júlí. Verður gengið frá Bæ í Borgarfirði að Skálholti. Vilji félagsins stendur til þess að minna á sameiginlega sögu staðanna tveggja og tengja saman þessi fornu menningarsetur. Er þetta um 120 kílómetra gönguleið sem tekur um sex daga að ganga.

Áður en lagt verður af stað verður sérstök dagskrá í Bæjarkirkju og munu þrír biskupar koma að henni, frú Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson biskup og séra Kristján Valur Ingólfsson, biskup í Skálholti. Göngustjórar verða sr. Elínborg Sturludóttir og með henni sr. Flóki Kristinsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×