Lofthræddir fá öryggislínu í lundanum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. júlí 2013 08:00 Sigurjón Ingvarsson er hér að koma upp keðjustigann. Ef einhver er lofthræddur er splæst í öryggislínu en Eyjapeyjar segjast ekki þurfa á slíku að halda. Myndir/Óskar P. Friðriksson. Fimm daga lundaveiðitímabili lauk í fyrradag í Vestmannaeyjum. Óskar P. Friðriksson ljósmyndari fékk að fljóta með fríðum flokki sem hélt til veiða í Hellisey síðasta daginn. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekki ferð fyrir lofthrædda en fara þarf upp um hundrað metra keðjustiga.Þessi fugl hefur það aldeilis gott enda á hann auðvelt með að veiða og er ekki matvandur. Fuglinn er einn af þeim sem ekki sýtir komu makríls.mynd/óskar p. friðriksson„Maður hugsar ekkert um þetta þegar maður er þarna uppi,“ segir Sigurjón Ingvarsson, sem veiddi flesta lundana í ferðinni. „Ef það eru einhverjir lofthræddir með þá skjótum við með þeim svona öryggislínu,“ bæti hann við. Hann segir þá hafa séð mikið af lunda þegar loks létti til en þoka var mikil framan af. Hann sá þá líka hafa eitthvert æti í goggi. En sá sem nú lifir í hve mestum vellystingum út um allar eyjar er súlan enda súlan ekki matvandur fugl en hún hefur nú bætt makrílnum á matseðilinn.Þegar létti til sást fagurgoggurinn víðast hvar og í ágætum holdum.Mynd / Óskar P. Friðriksson.„Við veiddum aðeins þrjátíu og þrjá lunda,“ segir Sigurjón. „Menn hentu gamni að því að ég, viðvaningurinn sjálfur, veiddi eina þrjátíu meðan jarlinn sjálfur, Bragi Steingrímsson, varð að láta sér lynda þrjá. Þetta var hroðaleg útreið fyrir jarlinn,“ segir Sigurjón og hlær við.Bragi Steingrímsson, alvanur lundaveiðimaður, lét viðvaninginn um mestu veiðina og tók aðeins þrjá sjálfur, sem var síðan tilefni til mikilla gamanmála.Mynd / Óskar P. Friðriksson. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Fimm daga lundaveiðitímabili lauk í fyrradag í Vestmannaeyjum. Óskar P. Friðriksson ljósmyndari fékk að fljóta með fríðum flokki sem hélt til veiða í Hellisey síðasta daginn. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekki ferð fyrir lofthrædda en fara þarf upp um hundrað metra keðjustiga.Þessi fugl hefur það aldeilis gott enda á hann auðvelt með að veiða og er ekki matvandur. Fuglinn er einn af þeim sem ekki sýtir komu makríls.mynd/óskar p. friðriksson„Maður hugsar ekkert um þetta þegar maður er þarna uppi,“ segir Sigurjón Ingvarsson, sem veiddi flesta lundana í ferðinni. „Ef það eru einhverjir lofthræddir með þá skjótum við með þeim svona öryggislínu,“ bæti hann við. Hann segir þá hafa séð mikið af lunda þegar loks létti til en þoka var mikil framan af. Hann sá þá líka hafa eitthvert æti í goggi. En sá sem nú lifir í hve mestum vellystingum út um allar eyjar er súlan enda súlan ekki matvandur fugl en hún hefur nú bætt makrílnum á matseðilinn.Þegar létti til sást fagurgoggurinn víðast hvar og í ágætum holdum.Mynd / Óskar P. Friðriksson.„Við veiddum aðeins þrjátíu og þrjá lunda,“ segir Sigurjón. „Menn hentu gamni að því að ég, viðvaningurinn sjálfur, veiddi eina þrjátíu meðan jarlinn sjálfur, Bragi Steingrímsson, varð að láta sér lynda þrjá. Þetta var hroðaleg útreið fyrir jarlinn,“ segir Sigurjón og hlær við.Bragi Steingrímsson, alvanur lundaveiðimaður, lét viðvaninginn um mestu veiðina og tók aðeins þrjá sjálfur, sem var síðan tilefni til mikilla gamanmála.Mynd / Óskar P. Friðriksson.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira