Djöfulleg slökun Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. október 2013 10:00 Tom Araya úr hljómsveitinni Slayer. Nordicphotos/getty Sem ungur maður hlustaði ég á þungarokk vegna þess að hormónarnir öskruðu á það. Í dag geri ég það vegna þess að betri aðferð til slökunar get ég ekki ímyndað mér. Ég veit fátt notalegra eftir langan vinnudag en að setjast upp í bíl, skrúfa gömlu Almeru-græjurnar upp í 21, með bassa á tveimur og treble á fimm (hæsta sem hann kemst), og leyfa alls kyns djöfullegu dauðarokki að vinda ofan af mér á leiðinni heim. Þetta er augnablik sem líkist því helst að tylla sér á stóran stein í fallegri fjöru og hlusta á náttúruna. Slökun sem margir geta hugsað sér, og jafnvel leggja stund á. Tvöfalda bassatromman gegnir hlutverki sjávarfallanna og slær taktinn, öskrin eru sem óreglulegar vindhviður, og gítarsólóin eins og gargandi sílamáfur á flugi. Ef ég lendi á rauðu ljósi þori ég þó ekki öðru en að lækka eilítið. Í næsta bíl gæti verið eðlilegt fólk sem þætti ég skrítinn. Nú eða enn undarlegra fólk en ég sem þætti þungarokkið mitt of meginstraums. Í þeirra augum væri ég líklega eins og maðurinn sem ekur vélhjóli sínu niður Laugaveg allar helgar, oft á dag, með Joan Jett í botni (ég vissi reyndar ekki að til væru hljómflutningstæki fyrir vélhjól fyrr en þessi riddari götunnar kom inn í líf mitt). Á tímabili hélt ég að þessi háværa slökunaraðferð mín væri pínu nýmóðins og töff. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég er bara aðeins yngri útgáfa af fimmtuga kerfisfræðingnum í bílnum fyrir aftan mig sem hlustar á Electric Light Orchestra og syngur með. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Sem ungur maður hlustaði ég á þungarokk vegna þess að hormónarnir öskruðu á það. Í dag geri ég það vegna þess að betri aðferð til slökunar get ég ekki ímyndað mér. Ég veit fátt notalegra eftir langan vinnudag en að setjast upp í bíl, skrúfa gömlu Almeru-græjurnar upp í 21, með bassa á tveimur og treble á fimm (hæsta sem hann kemst), og leyfa alls kyns djöfullegu dauðarokki að vinda ofan af mér á leiðinni heim. Þetta er augnablik sem líkist því helst að tylla sér á stóran stein í fallegri fjöru og hlusta á náttúruna. Slökun sem margir geta hugsað sér, og jafnvel leggja stund á. Tvöfalda bassatromman gegnir hlutverki sjávarfallanna og slær taktinn, öskrin eru sem óreglulegar vindhviður, og gítarsólóin eins og gargandi sílamáfur á flugi. Ef ég lendi á rauðu ljósi þori ég þó ekki öðru en að lækka eilítið. Í næsta bíl gæti verið eðlilegt fólk sem þætti ég skrítinn. Nú eða enn undarlegra fólk en ég sem þætti þungarokkið mitt of meginstraums. Í þeirra augum væri ég líklega eins og maðurinn sem ekur vélhjóli sínu niður Laugaveg allar helgar, oft á dag, með Joan Jett í botni (ég vissi reyndar ekki að til væru hljómflutningstæki fyrir vélhjól fyrr en þessi riddari götunnar kom inn í líf mitt). Á tímabili hélt ég að þessi háværa slökunaraðferð mín væri pínu nýmóðins og töff. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég er bara aðeins yngri útgáfa af fimmtuga kerfisfræðingnum í bílnum fyrir aftan mig sem hlustar á Electric Light Orchestra og syngur með.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“