Ekki von á skuldaaðgerðum fyrir áramót Höskuldur Kári Schram skrifar 17. október 2013 12:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að ólíklegt sé að hægt verði að ráðast í aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á þessu ári. Málið sé þó enn á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði í samtali við Bloomberg fréttastofuna í vikunni að ólíklegt sé að endanlegar ákvarðanir um skuldaniðurfellingar verði teknar fyrir áramót. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna út í þessi ummæli í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Helgi spurði ráðherra hvenær von væri á tillögum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við máli. Bjarni sagði að starfshópar sem væru að vinna að tillögum myndu skila af sér í nóvember- og desembermánuði. „Það er mín skoðun að það þurfi að taka þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar hér í þinginu og þegar á það er horft þá er ég ekkert sérstaklega vongóður um að við verðum bæði búin að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum, klára þau í gegnum þrjár umræður hér fyrir jól. Ég skal bara viðurkenna það ég er ekkert sérstaklega vongóður um það,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna út í áætlun ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Vísaði hún einnig í samtal ráðherra við Bloomberg fréttastofuna en þar sagði Bjarni að hægt væri að afnema höftin innan árs. Bjarni sagði að áfram verði unnið eftir þeirri áætlun um afnám hafta sem nú liggur fyrir og að ný áætlun muni byggja að mestu leyti á þeirri gömlu. Málið verði áfram unnið í þverpólitísku samstarfi. „Mín skoðun er sú að það sé í sjálfu sér ekkert tæknilegt eða efnislegt í þessu máli sem að gerir það að verkum að séu menn að horfa á hlutina sömu augum að það ætti að taka mikið lengri tíma en sex mánuði, níu mánuði, að minnsta kosti innan árs að vinna úr helstu viðfangsefnunum. Hins vegar ef að væntingar þeirra sem koma að málinu er mjög ólíkar, sýn þeirra á það hvað er raunhæft allt önnur þá er þetta miklu flóknara viðfangsefni,“ sagði Bjarni. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að ólíklegt sé að hægt verði að ráðast í aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á þessu ári. Málið sé þó enn á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði í samtali við Bloomberg fréttastofuna í vikunni að ólíklegt sé að endanlegar ákvarðanir um skuldaniðurfellingar verði teknar fyrir áramót. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna út í þessi ummæli í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Helgi spurði ráðherra hvenær von væri á tillögum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við máli. Bjarni sagði að starfshópar sem væru að vinna að tillögum myndu skila af sér í nóvember- og desembermánuði. „Það er mín skoðun að það þurfi að taka þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar hér í þinginu og þegar á það er horft þá er ég ekkert sérstaklega vongóður um að við verðum bæði búin að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum, klára þau í gegnum þrjár umræður hér fyrir jól. Ég skal bara viðurkenna það ég er ekkert sérstaklega vongóður um það,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna út í áætlun ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Vísaði hún einnig í samtal ráðherra við Bloomberg fréttastofuna en þar sagði Bjarni að hægt væri að afnema höftin innan árs. Bjarni sagði að áfram verði unnið eftir þeirri áætlun um afnám hafta sem nú liggur fyrir og að ný áætlun muni byggja að mestu leyti á þeirri gömlu. Málið verði áfram unnið í þverpólitísku samstarfi. „Mín skoðun er sú að það sé í sjálfu sér ekkert tæknilegt eða efnislegt í þessu máli sem að gerir það að verkum að séu menn að horfa á hlutina sömu augum að það ætti að taka mikið lengri tíma en sex mánuði, níu mánuði, að minnsta kosti innan árs að vinna úr helstu viðfangsefnunum. Hins vegar ef að væntingar þeirra sem koma að málinu er mjög ólíkar, sýn þeirra á það hvað er raunhæft allt önnur þá er þetta miklu flóknara viðfangsefni,“ sagði Bjarni.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira