Enski boltinn

Fellaini til Chelsea: Komið með tilboð

Belginn Marouane Fellaini, leikmaður Everton, vill ólmur ganga í raðir Chelsea og hann fer ekkert leynt með þann vilja sinn.

Hann hefur nú hreinlega óskað eftir því að Chelsea komi með tilboð.

"Ef Chelsea vill kaupa mig þarf félagið að stíga fram með tilboð. Ég hef heyrt af áhuga félagsins en hef ekkert rætt við þá sjálfur," sagði Fellaini en hann hefur verið orðaður við félagið undanfarnar vikur.

"Ég hef alltaf verið orðaður við einhver stór félög en eins og staðan er akkúrat núna er ég sáttur hjá Everton."

Chelsea getur eðlilega ekki keypt leikmanninn núna þar sem leikmannamarkaðurinn er lokaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×