Enski boltinn

Reiður Mancini: Við vorum mjög lélegir

Mancini átti erfitt með sig á hliðarlínunni í kvöld.
Mancini átti erfitt með sig á hliðarlínunni í kvöld.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, var algjörlega miður sín eftir tapið gegn Southampton í kvöld. Tapið gerir það að verkum að City á takmarkaða möguleika á því að verja titilinn.

"Þetta var mjög léleg frammistaða. Southampton var betra en við. Við fengum á okkur tvö mörk sem lið eins og við á ekki að fá á sig," sagði City en leikmenn hans voru einstakir klaufar í kvöld.

"Ég hef aldrei séð liðið fá á sig svona mörk áður. Við gerðum tvö stórkostleg mistök. Þessi frammistaða var bara léleg. Það voru kannski 2-3 leikmenn að spila vel í dag. Aðrir voru fjarverandi.

"Ég var mjög svekktur með mína menn. Ég verð reiður þegar við spilum svona illa. Landsleikjahléið hafði áhrif en er engin afsökin. Á endanum vorum við hreinlega lélegir," sagði Mancini en er liðið úr leik í baráttunni um meistaratitilinn?

"Það verður mjög erfitt að verja titilinn úr þessu. Ég vil alltaf vera jákvæður en það er mjög erfitt núna. Ég myndi segja að við ættum 10 prósent líkur á því að verða meistarar. Ég sé það samt ekki gerast að Man. Utd tapi tólf stigum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×