Enski boltinn

Bale afgreiddi Newcastle

Bale fagnar með félögum sínum í dag.
Bale fagnar með félögum sínum í dag.
Tottenham komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið vann góðan heimasigur, 2-1, á Newcastle í hörkuleik. Newcastle sem fyrr í 15. sæti deildarinnar.

Spurs komst yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Gareth Bale skoraði þá glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Þetta var níunda mark Bale í síðustu tólf úrvalsdeildarleikjum.

Yoan Gouffran jafnaði metin um miðjan hálfleikinn. Hann tók þá fast skot í teignum sem fór í bakið á Michael Dawson og í netið.

Gouffran meiddist illa í síðari hálfleik. Var borinn af velli og er óttast að hann hafi fótbrotnað.

Rúmum tólf mínútum fyrir leikslok nýtti Gareth Bale sér mistök í vörn Newcastle. Stakk varnarmenn liðsins af og lagði boltann smekklega í netið. Tvö mörk komin hjá honum eða jafnmikið og hann var búinn að skora á heimavelli fyrir leikinn í dag.

Bale var í miklu stuði og komst ansi nærri því að fullkomna þrennuna þrem mínútum fyrir leikslok. Þá átti hann þrumuskot að marki sem var varið með stæl. Hann skaut svo yfir fyrir framan tómt mark í uppbótartíma.

Gylfi Þór Sigurðsson sat á bekk Tottenham allan leikinn.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×