Íslenski boltinn

Ólafur Páll framlengir við FH

Ólafur Páll Snorrason.
Ólafur Páll Snorrason.
Fyrirliði FH, Ólafur Páll Snorrason, verður áfram í Hafnarfirðinum en hann skrifaði undir nýjan samning í dag.

Þetta staðfestir Ólafur Páll við mbl.is í dag en samningaviðræður hans og FH hafa gengið erfiðlega.

Bjuggust margir við því að hann myndi leita á önnur mið enda var enginn skortur á félögum í Pepsi-deildinni sem vildi fá þennan öfluga leikmann í sínar raðir.

Þau fá hann ekki þar sem nýr samningur hefur nú verið undirritaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×