Innlent

Reikna ísþörf sjómanna með nýju appi

Brjánn Jónasson skrifar
Sjávarhiti, lofthiti og fjöldi daga sem ætlunin er að vera á sjó stýrir því hversu mikinn ís þarf til að kæla fiskinn.
Sjávarhiti, lofthiti og fjöldi daga sem ætlunin er að vera á sjó stýrir því hversu mikinn ís þarf til að kæla fiskinn. Fréttablaðið/Stefán
Matís hefur látið búa til smáforrit, svokallað app, sem gerir sjómönnum kleyft að reikna út hversu mikinn ís þeir þurfa til að kæla aflann, að því er fram kemur á vef Matís.

Í forritinu er tekið með í reikninginn hver sjávarhitinn er, lofthiti og dagar á sjó, og reiknað hversu mikinn ís þarf í fjölda skófla og fjölda fata.

Enn sem komið er geta bara þeir sem eru með síma eða spjaldtölvur með Android-stýrikerfinu notað forritið, en það er væntanlegt fyrir tæki frá Apple og tæki með Windows-stýrikerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×