Innlent

Ekki verið rætt um einsleita sígarettupakka á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér sést sígarettupakki eins og þeir líta núorðið út í Ástralíu.
Hér sést sígarettupakki eins og þeir líta núorðið út í Ástralíu. Mynd/EPA/Stefán
Yfirvöld í Bretlandi hyggjast setja lög um að allir sígarettupakkar þar í landi verði seldir án vörumerkja og að allir pakkar verði í gráum lit. Ekki stendur til að gera slíkt hið sama hér á landi í bili að minnsta kosti. 

Fjallað var um málið á Vísi í gær.

Viðar Jensson, hjá embætti Landlæknis, segir að þessi hugmynd hafi ekki fengið neina efnislega umfjöllun hér á landi.

Bendir hann á að tilskipun Evrópuþingsins frá því í október segi til um að 65% yfirborðs sígarettupakka skuli merkt viðvörunarmerkjum þar sem varað er við heilsutjóni og sjúkdómum af völdum reykinga.

Viðar segir að embættið hafi þó fylgst vel með hvernig breytingarnar hafi gengið í Ástralíu. „Það er líklegt að tilskipun Evrópuþingsins komi til okkar, en jafnframt var samþykkt í Evrópuþinginu að aðilum er heimilt að ganga lengra eins og Bretar eru að gera núna. Að því tilskyldu að málið fari í gegnum hefðbundið upplýsingaferli,“ segir Viðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×