Innlent

Í yfirheyrslu eftir játningu í beinni útsendingu

Brjánn Jónasson skrifar
Lögreglumenn varðveittu ekki eintak af Kóraninum sem var komið fyrir ásamt svínshausum og svínslöppum á lóð Félags múslima á Íslandi á miðvikudag.
Lögreglumenn varðveittu ekki eintak af Kóraninum sem var komið fyrir ásamt svínshausum og svínslöppum á lóð Félags múslima á Íslandi á miðvikudag. Mynd/Vilhelm
Lögreglan mun kalla mann til yfirheyrslu sem játað hefur að hafa komið fyrir svínshausum og blóðugu eintaki af Kóraninum á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri á miðvikudag.

Málið er rannsakað sem meint brot á banni við hatursáróðri segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að eftir yfirheyrslu verði málið sent ákærusviði lögreglunnar. Þar verði tekin ákvörðun um hvort maðurinn verði ákærður.

Eins og fram hefur komið á Vísi hefur Óskar Bjarnason, sem búsettur er í Svíþjóð, játað að hafa við þriðja mann komið hausunum og Kóraninum fyrir á lóðinni, en Óskar segir að þeir hafa slett rauðri málningu en ekki blóði á lóðinni. Það gerði hann í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu á miðvikudag, og í samtali við Vísi fyrr í dag

Í meðfylgjandi hljóðbroti má heyra viðtal Péturs Gunnlaugssonar og Erlings Más Karlssonar á Útvarpi sögu við Óskar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×