Fótbolti

Brasilía skellti Frakklandi

Oscar fagnar marki sínu í kvöld.
Oscar fagnar marki sínu í kvöld.

Áhugaverður vináttulandsleikur fór fram í Ríó í kvöld þar sem Frakkar sóttu Brasilíumenn heim. Heimamenn unnu leikinn, 3-0.

Markalaust var í leikhléi en Oscar, leikmaður Chelsea, kom heimamönnum yfir með marki aðeins níu mínútum eftir að blásið var til síðari hálfleiks. Fred með undirbúninginn.

Annað markið kom svo fimm mínútum fyrir leikslok. Neymar lagði það upp fyrir Hernanes og heimamenn gátu leyft sér að dansa smá samba.

Þeir voru enn að dansa þegar Lucas skoraði síðasta markið úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×