Lífið

Lifandi jógatími í Hörpu

Ása Ottesen skrifar
Aarona Pichinson kemur frá New York
Aarona Pichinson kemur frá New York
„Markmiðið er að ná fram einstakri stemningu með því að fá fólk til þess að iðka jóga við lifandi tónlist. Ég vil að þátttakendur taki þessa einstöku upplifun með sér út í lífið sem eitthvað jákvætt og fallegt,“ segir Aarona Pichinson, jógakennari og frumkvöðull verksins Yoga Sound Escape-Energy In Motion, sem verður haldið í Hörpunni 4. september.

„Ég hef staðið að þessu verkefni frá því árið 2008 og það hefur verið draumur minn að koma til Íslands mjög lengi,“ segir jógakennarinn. Pichinson er búsett í New York en hefur undanfarið ferðast um Bandaríkin og haldið lifandi jógatíma.

„Þetta virkar þannig að eina sem fólk mætir með eru dýnur og jákvætt hugarfar. Þetta er alvöru jógatími og ég verð með æfingar sem henta byrjendum sem og lengra komnum.“

Á Íslandi hefur Pichinson fengið til liðs við sig einvala lið tónlistarfólks, til að mynda Ragnhildi Gísladóttir söngkonu, lágfiðluleikurunum Völu Gestsdóttir og Kristínu Þóru Haraldsdóttir, Óttar Sæmundsson á bassa, Laufey Sigrún Haraldsdóttir spilar á píanó og tvíeykið Duo Harpwork sem skipa hörpuleikaran Katie Buckley og slagverksleikarann Frank Aarnink frá New York.

Viðburðurinn er opinn öllum þeim sem vilja og skorar Pichinson á sem flesta að koma og upplifa róandi og einstaka stemningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.