Pökkuðu saman og héldu á vit ævintýranna í Afríku Ása Ottesen skrifar 14. ágúst 2013 09:00 Tinna Isebarn og Svava Gunnarsdóttir starfa sem sjálfboðaliðar við barnaskóla í Úganda. „Við fórum til Afríku þar sem við höfum báðar gaman af því að ferðast og okkur hefur alltaf dreymt um að fara í hjálparstarf. Við eigum það sameiginlegt að vera annt um málefni barna og vildum beita okkur í þeim,“ segir Tinna Isebarn, sem vinnur við hjálparstörf í Afríku ásamt Svövu Gunnarsdóttur, vinkonu sinni. Þær stöllur starfa á vegum „Mentor Volunteers Uganda – Centre for Child Advocacy and life Planning“. „Samtökin beita sér í því að hlúa að munaðarlausum og bágstöddum börnum og reka þrjá skóla. Við erum að kenna við “Nansana Community Primary School” í Úganda og höfum nú fengið að kynnast allri starfseminni og flestum börnunum persónulega. Stelpurnar kenna börnunum ensku, stærðfræði og landafræði og gengur það ótrúlega vel. “Þetta er dýrmæt reynsla og við höfum fengið að kynnast og verða hluti af öðrum menningarheimi sem er gjörólíkur okkar eigin.“ Börnin sem þær hafa nú fengið að kynnast eru mörg hver alvarlega veik og segir Tinna hversu slegnar þær hafi orðið þegar þær vissu hversu mörg börn látast af völdum malaríu. „Um hundrað af þeim börnum sem búa hér hafa á þessu ári þjáðst af malaríu. Kostnaður læknismeðferðar er gríðarlegur og veldur því að oft er ekki til peningur fyrir mat handa börnunum.“ Áður en stúlkurnar halda aftur heim til Íslands vilja þær leggja sitt af mörkum og hafa því komið af stað söfnun á Facebook fyrir flugnanetum. „Moskítóflugur bera malaríu á milli manna og því viljum við kaupa moskítónet fyrir öll börnin, hengja þau fyrir ofan rúmin þeirra og brýna fyrir þeim mikilvægi þess að þau verði notuð í hvívetna.“ Aðspurð segir Tinna að þær hafi fengið frábærar viðtökur og vilja þær þakka öllum þeim sem hafa lagt málefninu lið. “Við ætlum að vera í nokkra daga í viðbót í Úganda og koma netunum fyrir. Við viljum fylgja þessu eftir og sjá til þess að flugnanetin rati á réttan stað. Að því loknu ætlum við til Tansaníu þar sem við munum ferðast um Zanzibar í eina viku áður en við komum heim,“ segir Tinna Isebarn að lokum. Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
„Við fórum til Afríku þar sem við höfum báðar gaman af því að ferðast og okkur hefur alltaf dreymt um að fara í hjálparstarf. Við eigum það sameiginlegt að vera annt um málefni barna og vildum beita okkur í þeim,“ segir Tinna Isebarn, sem vinnur við hjálparstörf í Afríku ásamt Svövu Gunnarsdóttur, vinkonu sinni. Þær stöllur starfa á vegum „Mentor Volunteers Uganda – Centre for Child Advocacy and life Planning“. „Samtökin beita sér í því að hlúa að munaðarlausum og bágstöddum börnum og reka þrjá skóla. Við erum að kenna við “Nansana Community Primary School” í Úganda og höfum nú fengið að kynnast allri starfseminni og flestum börnunum persónulega. Stelpurnar kenna börnunum ensku, stærðfræði og landafræði og gengur það ótrúlega vel. “Þetta er dýrmæt reynsla og við höfum fengið að kynnast og verða hluti af öðrum menningarheimi sem er gjörólíkur okkar eigin.“ Börnin sem þær hafa nú fengið að kynnast eru mörg hver alvarlega veik og segir Tinna hversu slegnar þær hafi orðið þegar þær vissu hversu mörg börn látast af völdum malaríu. „Um hundrað af þeim börnum sem búa hér hafa á þessu ári þjáðst af malaríu. Kostnaður læknismeðferðar er gríðarlegur og veldur því að oft er ekki til peningur fyrir mat handa börnunum.“ Áður en stúlkurnar halda aftur heim til Íslands vilja þær leggja sitt af mörkum og hafa því komið af stað söfnun á Facebook fyrir flugnanetum. „Moskítóflugur bera malaríu á milli manna og því viljum við kaupa moskítónet fyrir öll börnin, hengja þau fyrir ofan rúmin þeirra og brýna fyrir þeim mikilvægi þess að þau verði notuð í hvívetna.“ Aðspurð segir Tinna að þær hafi fengið frábærar viðtökur og vilja þær þakka öllum þeim sem hafa lagt málefninu lið. “Við ætlum að vera í nokkra daga í viðbót í Úganda og koma netunum fyrir. Við viljum fylgja þessu eftir og sjá til þess að flugnanetin rati á réttan stað. Að því loknu ætlum við til Tansaníu þar sem við munum ferðast um Zanzibar í eina viku áður en við komum heim,“ segir Tinna Isebarn að lokum.
Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira