Lífið

Sinead O'Connor: Ástæða þess að ég skrifaði Miley bréf

Sinead O'Connor hefur háð opinbera baráttu við geðhvarfasýki
Sinead O'Connor hefur háð opinbera baráttu við geðhvarfasýki AFP/Nordic Photos
Sinead O'Connor sér ekki eftir opinberu rifrildi sínu við Miley Cyrus, segir hún í viðtali við Time.

„Ég held að það mikilvægasta sem kom út úr þessu öllu saman með Miley, var að það var hægt að búa til orðræðu um geðheilsu og mannréttindi,“ segir Sinead, en hún þjáist sjálf af geðhvarfasýki.

„Mér finnst eins og hún hafi hjálpað til, án þess að ætla sér það, en allt í einu var farið að tala um eitthvað sem raunverulega skiptir máli,“ heldur hún áfram.

Til þess að fylla í eyðurnar fyrir þá sem ekki fylgdust með því þegar Sinead O'Connor og Miley Cyrus fóru í hart, skrifaði Sinead O'Connor nokkur opin bréf til Cyrus.

Í bréfunum grátbað hún poppstjörnuna ungu um að láta tónlistariðnaðinn ekki gera hana að vændiskonu með því að bera sig og klæða kynferðislega.

Miley gaf ekki mikið út á tilraunir O'Connors til að rétta fram hjálparhönd, heldur gerði grín af henni á samfélagsmiðlinum Twitter, þar sem hún endurbirti gamlar færslur O'Connor, sem O'Connor hafði birt nokkrum árum áður, þegar hún var sem veikust af geðhvarfasýkinni.

„Tónlistarbransanum er skítsama um þig, og okkur öll,“ sagði O'Connor meðal annars í bréfunum til poppstjörnunnar ungu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.