Lífið

Aðdáendur Miley Cyrus hvetja Sinead O'Connor til að fremja sjálfsmorð

Sinead O'Connor hefur sagst hafa fengið hótanir frá aðdáendum Miley Cyrus, sem meðal annars hvetja hana til að fremja sjálfsmorð síðan hún birti opið bréf til Miley Cyrus, þar sem hún biðlaði til poppstjörnunnar ungu að láta músíkbransann ekki gera hóru úr sér.

O'Connor birtir nú fjórða opna bréfið til Cyrus í vikunni þar sem O'Connor segist hafa orðið fyrir áreiti sökum deilna þeirra á milli.

„Vegna þeirra ummæla sem þú hefur látið um mig falla hef ég þurft að eiga í samskiptum við fólk sem er að hvetja mig til þess að fremja sjálfsmorð,“ segir O'Connor, meðal annars. Þar vísar O'Connor í gamlar Twitter-færslur hennar sem Miley birti á síðu sinni, en þar talaði O'Connor opinskátt um geðræn vandamál sín.

Miley Cyrus hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að gera grín að þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.