Fótbolti

Kolbeinn skoraði í sigri Ajax

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn í leiknum í kvöld.
Kolbeinn í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Kolbeinn Sigþórsson kom sínum mönnum í Ajax á bragðið í 2-0 sigri á NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Ajax er nú einum sigri frá titlinum.

Kolbeinn skoraði markið á 47. mínútu eftir snarpa sókn Ajax-manna. Markvörður NAC varði skot utan vítateigs en Kolbeinn náði frákastinu og skoraði af miklu harðfylgi.

Þetta var fimmta mark Kolbeins á tímabilinu en hann byrjaði að spila í febrúar síðastliðnum eftir að hafa farið í aðgerð vegna axlarmeiðsla í haust. Hann hefur skorað alls þrjú mörk í aprílmánuði.

Ajax er nú með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en PSV er í öðru sæti með 66 stig. Tvær umferðir eru eftir af tímabilinu og dugir Ajax því sigur gegn botnliði Willem II um næstu helgi til að tryggja sér titilinn.

Kolbeini var skipt af velli á 81. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×