Fótbolti

Barcelona verður ekki meistari í dag

Nordic Photos / Getty Images
Athletic Bilbao sá til þess að Barcelona verður ekki Spánarmeistari í dag en liðið tryggði sér 2-2 jafntefli í leik liðanna í dag með marki á lokamínútunni.

Markel Susaeta kom Athletic yfir í fyrri hálfleik en Börsungar jöfnuðu og komust yfir á stuttum kafla um miðbik þess síðari.

Lionel Messi kom inn á sem varamaður á 59. mínútu og breytti gangi leiksins. Hann skoraði jöfnunarmarkið á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar kom Alexis Sanchez Börsungum yfir.

En Ander Herrera náði að jafna metin fyrir heimamenn á 90. mínútu og þar við sat. Barcelona hefði getað orðið meistari með sigri í dag og hagstæðum úrslitum í leik Madrídar-liðanna Atletico og Real síðar í dag.

Barcelona er með fjórtán stiga forystu á toppnum og þarf að bíða eitthvað enn eftir titlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×