Innlent

Hraunavinir ætla að hindra vinnuvélar

Jakob Bjarnar skrifar
Hraunavinir ætla að stilla sér upp fyrir framan vinnuvélar ÍAV.
Hraunavinir ætla að stilla sér upp fyrir framan vinnuvélar ÍAV. Stefán
Reynir Ingibjartsson og félagar í Hraunavinum eru að stilla sér upp við Gálgahraun. Þeir ætla sér að hindra vinnuvélar í að komast að hrauninu.

Þegar fréttastofa heyrði í Reyni nú fyrir hálftíma, eða klukkan 07:30, var nokkur hópur mættur út á Álftanes en að hans sögn drífur að mannskap. "Þarna kemur Ómar Ragnarsson. Mér sýnist þetta vera jeppinn hans," sagði Reynir.

Hrollkalt er á Álftanesi og vindur en engan bilbug er að finna á Hraunavinum sem ætla að stilla sér upp fyrir framan vinnuvélar ÍAV og koma þannig í veg fyrir að þær nái að vinna á Gálgahrauni. Reynir segir að farið hafi verið fram á lögbannskröfu á framkvæmdirnar, það mál sé óafgreitt og í ljósi þess lýsir hann framkvæmdirnar siðlausar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×