Gröfumaður ógnar Hraunavinum Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2013 13:25 Reynir Hraunavinur ætlar sér ekki að gefa tommu eftir í baráttu fyrir Gálgahraun. Stefán Karlsson Gröfustarfsmaður ÍAV sýndi mótmælendum úr hópi Hraunavina í Gálgahrauni á Álftanesi ógnandi tilburði að þeirra sögn í morgun og otaði að þeim vélskóflu. Margir hafa sett sig á móti framkvæmdum um vegagerð í Gálgahrauni og standa mótmælaaðgerðir yfir þrátt fyrir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðarbæjar, segi að rétt hafi verið staðið að öllu í ferlinu, framkvæmdin hafi staðist umhverfismat og heimild hafi fengist fyrir henni. Vísir heyrði í Reyni Ingibjartssyni, formanni Hraunavina í morgun. Þeir voru staddir á vettvangi í hífandi roki og kulda snemma í morgun, einir átta, en engan bilbug er á þeim að finna þrátt fyrir mótlæti. Og þeir lentu í hremmingum. „Nú við urðum fyrir nokkuð einkennilegri upplifun. Við fórum út að vinnuskúrnum og þar eru gröfurnar. Og þá kemur ein grafan að okkur og sá sem henni stjórnaði sagði að við mættum ekki vera þarna á svæðinu. Hann fór að veifa skóflunni framan í okkur. Og ef við værum eitthvað að tefja og væflast þarna fyrir yrði bara kallað á lögregluna. Það er greinilega mikil taugaveiklun í gangi,“ segir Reynir. „Ég áttaði mig bara ekki á því fyrr en eftir á að skóflan var einhverjum sentímetrum fyrir ofan hausinn á mér.“ Reynir segir það siðlaust af hálfu þeirra sem standa að framkvæmdunum að halda þeim áfram meðan málið er fyrir dómsstólum. Þeir eru byrjaðir að grafa vegstæði utan við hraunið og ef fram fer sem horfir hefjast þeir handa við að mola hraunið á morgun. Þá segir Reynir að verði allsherjar útkall og þá munu margir mæta til að mótmæla. „Þá verður okkur að mæta. Það er fullt af fólki tilbúið að koma hingað og mótmæla. Það er bara þannig,“ segir Reynir og er þess albúinn að leiða fjölmenn mótmæli þá er ÍAV fara að mola sig í gegnum hraunið. Vísir hafði samband við Sigurð R. Ragnarsson framkvæmdastjóra Mannvirkjasviðs hjá ÍAV en hann hefur yfirumsjá með framkvæmdunum í Gálgahrauni. Hann hafði ekki heyrt í þeim sem átti í viðskiptum við Hraunavini í morgun. „En, almennt má segja að þarna er um að ræða vinnusvæði sem enginn á erindi inn á nema við sem erum að vinna verkið. Öllum vinnusvæðum fylgir hætta af einhverju tagi og ef að menn eru inni á vinnusvæðunum í leyfisleysi þá eru þeir þar á eigin ábyrgð.“ Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Gröfustarfsmaður ÍAV sýndi mótmælendum úr hópi Hraunavina í Gálgahrauni á Álftanesi ógnandi tilburði að þeirra sögn í morgun og otaði að þeim vélskóflu. Margir hafa sett sig á móti framkvæmdum um vegagerð í Gálgahrauni og standa mótmælaaðgerðir yfir þrátt fyrir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðarbæjar, segi að rétt hafi verið staðið að öllu í ferlinu, framkvæmdin hafi staðist umhverfismat og heimild hafi fengist fyrir henni. Vísir heyrði í Reyni Ingibjartssyni, formanni Hraunavina í morgun. Þeir voru staddir á vettvangi í hífandi roki og kulda snemma í morgun, einir átta, en engan bilbug er á þeim að finna þrátt fyrir mótlæti. Og þeir lentu í hremmingum. „Nú við urðum fyrir nokkuð einkennilegri upplifun. Við fórum út að vinnuskúrnum og þar eru gröfurnar. Og þá kemur ein grafan að okkur og sá sem henni stjórnaði sagði að við mættum ekki vera þarna á svæðinu. Hann fór að veifa skóflunni framan í okkur. Og ef við værum eitthvað að tefja og væflast þarna fyrir yrði bara kallað á lögregluna. Það er greinilega mikil taugaveiklun í gangi,“ segir Reynir. „Ég áttaði mig bara ekki á því fyrr en eftir á að skóflan var einhverjum sentímetrum fyrir ofan hausinn á mér.“ Reynir segir það siðlaust af hálfu þeirra sem standa að framkvæmdunum að halda þeim áfram meðan málið er fyrir dómsstólum. Þeir eru byrjaðir að grafa vegstæði utan við hraunið og ef fram fer sem horfir hefjast þeir handa við að mola hraunið á morgun. Þá segir Reynir að verði allsherjar útkall og þá munu margir mæta til að mótmæla. „Þá verður okkur að mæta. Það er fullt af fólki tilbúið að koma hingað og mótmæla. Það er bara þannig,“ segir Reynir og er þess albúinn að leiða fjölmenn mótmæli þá er ÍAV fara að mola sig í gegnum hraunið. Vísir hafði samband við Sigurð R. Ragnarsson framkvæmdastjóra Mannvirkjasviðs hjá ÍAV en hann hefur yfirumsjá með framkvæmdunum í Gálgahrauni. Hann hafði ekki heyrt í þeim sem átti í viðskiptum við Hraunavini í morgun. „En, almennt má segja að þarna er um að ræða vinnusvæði sem enginn á erindi inn á nema við sem erum að vinna verkið. Öllum vinnusvæðum fylgir hætta af einhverju tagi og ef að menn eru inni á vinnusvæðunum í leyfisleysi þá eru þeir þar á eigin ábyrgð.“
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent