Lífið

Dansað á Dolly fram á nótt

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Natalie G Gunnarsdóttir
Natalie G Gunnarsdóttir
Andy Butler, meðlimur hljómsveitarinnar Hercules and Love Affair, þeytti skífum á lokakvöldi Hinsegin Daga á skemmtistaðnum Dolly í Hafnarstræti á sunnudagskvöldið.

Þá voru ýmsir mættir til að hlýða á ljúfa tóna Butlers, en þar má nefna plötusnúðana DJ Margeir og DJ Yamaho, öðru nafni Natalie G Gunnarsdóttur, sem hitaði upp fyrir Butler.

Í þvögunni mátti einnig sjá Sigríði, Elísabetu og Elínu Eyþórsdætur í Sísý Ey, Unnstein Manuel í Retro Stefson, Steinþór Helga Arnsteinsson á X-inu, DJ Housekel og Berglindi Pétursdóttur, GIF-drottningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.