Lífið

Ég hef aldrei prófað alsælu

Courney Love segist aldrei hafa tekið e-pillur.
Courney Love segist aldrei hafa tekið e-pillur. ETTY/NORDICPHOTOS
Vandræðagemlingurinn og söng-og leikkonan Courtney Love, sem lék í myndunum The People vs Larry Flint og Man In The Moon, sagði nýlega frá því að hún hefði aldrei prófað e-pillur.



Það kom víst aðdáendum hennar á óvart þar sem Love er þekkt fyrir villt líferni og mikla eiturlyfjaneyslu. Love sagði jafnframt að hún talaði við sálfræðinginn sinn nánast daglega, annars ætti hún erfitt með að komast í gegnum daginn.

Ásamt því að gefa út nýja plötu er Love í viðræðum við kvikmyndafyrirtækið Universal um mynd byggða á ævintýri hennar og Curt Cobain, fyrrum söngvara Nirvana. Þetta er á frumstigi og á allt eftir að koma í ljós segir hún.

Söngkonan ferðast nú um Bandaríkin og kynnir efni nýju plötunnar sinnar, Died Blonde, sem er væntanleg í búðir í lok þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.