Fordómar í samfélaginu í garð kvenna með áfengisvanda Hjörtur Hjartarson skrifar 16. júní 2013 17:54 Fjöldi kvenna sem fara í áfengismeðferð eykst ár frá ári og telja þær nú um þrjátíu prósent allra þeirra sem leita sér hjálpar hjá SÁÁ. Eyða þarf fordómum samfélagsins í garð þeirra kvenna sem fara í áfengismeðferð, segir yfirlæknir á Vogi. Nákvæmar skrár eru til á Sjúkrahúsinu Vogi um allar innlagnir áratugi aftur í tímann. Þær sýna, meðal annars að hlutfall kvenna af þeim sem innritaðir eru á Vogi, eykst nokkuð stöðugt. Í hópi nýkomufólks í fyrra á Vogi var hlutfall kvenna um 35 prósent en var um 19 prósent fyrir 30 árum. "Félagsleg staða kvenna hefur breyst", segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. "Þær taka miklu meiri þátt í atvinnulífinu og bara lífinu almennt og eru þá útsettari líka fyrir ósómanum sem þjóðfélagið býður upp á eins og áfengisneyslu. Þær nota áfengi miklu meira en áður var."Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á VogiÞórarinn segir að fjölgunina megi skýra með tvennum hætti. "Bæði er auðveldara á Íslandi að fara til meðferðar heldur en áður var, það er góð þjónusta almennt séð. Svo er líka greinilegt að vandamálið hefur aukist með vaxandi neyslu og notkun áfengis." En þó aðstaðan og aðgengi fyrir konur hafi farið batnandi hjá SÁÁ ríkja enn ákveðnir fordómar í samfélaginu gegn þeim konum sem eiga við áfengisvandamál að stríða. "Það er líka tvíeggjað sverð. Það minnkar aðeins drykkjuna, væntanlega. En það er gerir þeim líka erfiðara að fara í meðferð og kannski erfiðara að ná bata aftur á vissan hátt. Þess vegna eru fordómar af hinu slæma", segir Þórarinn.Kristbjörg Halla Magnúsdóttir, áfengisráðgjafi hjá SÁÁKristbjörg Halla Magnúsdóttir er áfengisráðgjafi hjá SÁÁ. Hún tekur undir orð Þórarins og bætir við að enn virðist ríkja ákveðin skömm hjá konunum sjálfum að viðurkenna að þær séu á leið í áfengismeðferð. "Maður þarf auðvitað að svara fyrir það, hingað og þangað að vera að fara burt í áfengismeðferð. Það setur stopp í suma", segir Kristbjörg. Þórarinn vonast til að aukning innritunar hjá konum aukist ekki. "Ég held að þær ættu ekki að feta í fótspor karlana með ósómann. Það er ekki markmiðið að ná helmingaskiptum í þessum málaflokki", sagði Þórarinn Tyrfingsson. Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Fjöldi kvenna sem fara í áfengismeðferð eykst ár frá ári og telja þær nú um þrjátíu prósent allra þeirra sem leita sér hjálpar hjá SÁÁ. Eyða þarf fordómum samfélagsins í garð þeirra kvenna sem fara í áfengismeðferð, segir yfirlæknir á Vogi. Nákvæmar skrár eru til á Sjúkrahúsinu Vogi um allar innlagnir áratugi aftur í tímann. Þær sýna, meðal annars að hlutfall kvenna af þeim sem innritaðir eru á Vogi, eykst nokkuð stöðugt. Í hópi nýkomufólks í fyrra á Vogi var hlutfall kvenna um 35 prósent en var um 19 prósent fyrir 30 árum. "Félagsleg staða kvenna hefur breyst", segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. "Þær taka miklu meiri þátt í atvinnulífinu og bara lífinu almennt og eru þá útsettari líka fyrir ósómanum sem þjóðfélagið býður upp á eins og áfengisneyslu. Þær nota áfengi miklu meira en áður var."Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á VogiÞórarinn segir að fjölgunina megi skýra með tvennum hætti. "Bæði er auðveldara á Íslandi að fara til meðferðar heldur en áður var, það er góð þjónusta almennt séð. Svo er líka greinilegt að vandamálið hefur aukist með vaxandi neyslu og notkun áfengis." En þó aðstaðan og aðgengi fyrir konur hafi farið batnandi hjá SÁÁ ríkja enn ákveðnir fordómar í samfélaginu gegn þeim konum sem eiga við áfengisvandamál að stríða. "Það er líka tvíeggjað sverð. Það minnkar aðeins drykkjuna, væntanlega. En það er gerir þeim líka erfiðara að fara í meðferð og kannski erfiðara að ná bata aftur á vissan hátt. Þess vegna eru fordómar af hinu slæma", segir Þórarinn.Kristbjörg Halla Magnúsdóttir, áfengisráðgjafi hjá SÁÁKristbjörg Halla Magnúsdóttir er áfengisráðgjafi hjá SÁÁ. Hún tekur undir orð Þórarins og bætir við að enn virðist ríkja ákveðin skömm hjá konunum sjálfum að viðurkenna að þær séu á leið í áfengismeðferð. "Maður þarf auðvitað að svara fyrir það, hingað og þangað að vera að fara burt í áfengismeðferð. Það setur stopp í suma", segir Kristbjörg. Þórarinn vonast til að aukning innritunar hjá konum aukist ekki. "Ég held að þær ættu ekki að feta í fótspor karlana með ósómann. Það er ekki markmiðið að ná helmingaskiptum í þessum málaflokki", sagði Þórarinn Tyrfingsson.
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira