Þingmaður Framsóknar greiðir ekki atkvæði með veiðigjaldafrumvarpi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. júní 2013 20:15 Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Nýr þingmaður Framsóknarflokksins mun ekki greiða atkvæða með frumvarpi sjávarútvegsráðherra um tímabundna lækkun veiðigjalda. Ástæðan fyrir þessu eru fjölskyldutengsl hans við eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hlutur hans í félaginu. Nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri hafa reiknað áhrif lækkunar á sérstöku veiðigjaldi sem boðuð er í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Það var tekið til umfjöllunar á Alþingi á föstudaginn. Útreikningarnir sýna fram á hækkun veiðigjalda hjá útgerðum sem sérhæfa sig í uppsjávarvinnslu, frá 11 prósentum hjá Síldarvinnslunni til 23 prósenta hjá Eskju í Eskifirði.Tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun á sérstöku veiðigjaldi þar sem skattlagning á hvert uppsjávarþorskígildi er aukið.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRIVeiðigjöld lækka hins vegar hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar. Mest er lækkunin hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Vísi hf., eða um 48 prósent. Svipaða þróun má sjá hjá Ramma, FISK Seafood á Sauðárkróki, Þorbirni hf. í Grindavík og Brim. Í tilfelli Vísis hf. lækkar veiðigjaldið úr tæpum 450 milljónum króna í tæpar 231. Heildarlækkun samkvæmt þessum útreikningum nemur rúmlega 216 milljónum króna.Veiðigjöld lækka hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRINýr þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Jóhann Pálsson, á tæplega 5 prósent hlut í Vísi hf. en hann situr jafnframt í atvinnuveganefnd þar sem sjávarútvegsmál eru meðal annars til umfjöllunar. Faðir hans og nafni, Páll H. Pálsson, stofnaði Vísi árið 1965 er hann í dag formaður stjórnar félagsins. Börn hans eru meðal hluthafa. Páll Jóhann steig í pontu á Alþingi á föstudaginn var og talaði þar fyrir frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þar sagði hann að forsenda aukinnar fjárfestinga í greininni væri meira svigrúm, sem myndi í kjölfarið skapa meiri tekjur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Páll Jóhann að það væri eðlilegt fyrir sig að ræða þessi mál á Alþingi, þó svo að hann sé hluthafi í Vísi hf. Það sé skilda hans að miðla af reynslu sinni sem sjó- og útgerðarmaður. Hann sagði jafnframt að það væri ótækt fyrir sig að tjá sig ekki um málefni sjávarútvegsins á þingi, þar sem hann hafi í kosningabaráttu sinni lagt mikla áherslu á þann árangur sem hann hafi náð í uppbyggingu Vísi hf. og í rekstri smábátaútgerðar síðastliðin áratug. Aðspurður um hvort að hann sé í stöðu til að greiða atkvæði með frumvarpinu sagði Páll Jóhann að hann gerði ekki ráð fyrir að gera það vegna tengsla við fyrirtækið og hagsmuna sinna. Enn fremur sagði hann að ekki hefði komið til greina að kalla til varamanns þegar fyrsta umræða um frumvarpið hófst á föstudaginn. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Nýr þingmaður Framsóknarflokksins mun ekki greiða atkvæða með frumvarpi sjávarútvegsráðherra um tímabundna lækkun veiðigjalda. Ástæðan fyrir þessu eru fjölskyldutengsl hans við eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hlutur hans í félaginu. Nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri hafa reiknað áhrif lækkunar á sérstöku veiðigjaldi sem boðuð er í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Það var tekið til umfjöllunar á Alþingi á föstudaginn. Útreikningarnir sýna fram á hækkun veiðigjalda hjá útgerðum sem sérhæfa sig í uppsjávarvinnslu, frá 11 prósentum hjá Síldarvinnslunni til 23 prósenta hjá Eskju í Eskifirði.Tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun á sérstöku veiðigjaldi þar sem skattlagning á hvert uppsjávarþorskígildi er aukið.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRIVeiðigjöld lækka hins vegar hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar. Mest er lækkunin hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Vísi hf., eða um 48 prósent. Svipaða þróun má sjá hjá Ramma, FISK Seafood á Sauðárkróki, Þorbirni hf. í Grindavík og Brim. Í tilfelli Vísis hf. lækkar veiðigjaldið úr tæpum 450 milljónum króna í tæpar 231. Heildarlækkun samkvæmt þessum útreikningum nemur rúmlega 216 milljónum króna.Veiðigjöld lækka hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRINýr þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Jóhann Pálsson, á tæplega 5 prósent hlut í Vísi hf. en hann situr jafnframt í atvinnuveganefnd þar sem sjávarútvegsmál eru meðal annars til umfjöllunar. Faðir hans og nafni, Páll H. Pálsson, stofnaði Vísi árið 1965 er hann í dag formaður stjórnar félagsins. Börn hans eru meðal hluthafa. Páll Jóhann steig í pontu á Alþingi á föstudaginn var og talaði þar fyrir frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þar sagði hann að forsenda aukinnar fjárfestinga í greininni væri meira svigrúm, sem myndi í kjölfarið skapa meiri tekjur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Páll Jóhann að það væri eðlilegt fyrir sig að ræða þessi mál á Alþingi, þó svo að hann sé hluthafi í Vísi hf. Það sé skilda hans að miðla af reynslu sinni sem sjó- og útgerðarmaður. Hann sagði jafnframt að það væri ótækt fyrir sig að tjá sig ekki um málefni sjávarútvegsins á þingi, þar sem hann hafi í kosningabaráttu sinni lagt mikla áherslu á þann árangur sem hann hafi náð í uppbyggingu Vísi hf. og í rekstri smábátaútgerðar síðastliðin áratug. Aðspurður um hvort að hann sé í stöðu til að greiða atkvæði með frumvarpinu sagði Páll Jóhann að hann gerði ekki ráð fyrir að gera það vegna tengsla við fyrirtækið og hagsmuna sinna. Enn fremur sagði hann að ekki hefði komið til greina að kalla til varamanns þegar fyrsta umræða um frumvarpið hófst á föstudaginn.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira