Í lífshættu eftir slys á X Games Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2013 10:15 Caleb Moore liggur hér í brekkunni eftir að hafa fengið sleðann yfir sig. Mynd/AP Þrír keppendur, þar af tveir bræður, slösuðust í snjósleðakeppnum á X Games-leikunum í Bandaríkjunum um helgina. Annar bróðurinn, Caleb Moore, er í lífshættu. Moore, sem er 25 ára gamall, lenti illa eftir stökk á fimmtudaginn. Hann lenti harkalega með andlitið í snjóinn og fékk svo sleðann yfir sig. Í fyrstu virtist hann ekki hafa slasast illa þar sem að hann gat gengið í burtu. Hann var fluttur upp á sjúkrahús þar sem hann var greindur með heilahristing. En stuttu síðar blæddi inn á hjarta Moore og sagði fjölskylda hans að höfuðmeiðsli hans væru verri en í fyrstu var talið. Og nú segir afi hans, Charles Moore, að líðan hans sé slæm. „Batahorfur eru alls ekki góðar. Ég er nánast viss um að hann muni ekki hafa það af," hafði AP-fréttastofan eftir Moore. Talsmaður fjölskyldunnar vildi ekki tjá sig um líðan Caleb í yfirlýsingu í gær, en þakkaði bataóskir og kveðjur. Colten Moore, yngri bróðir Caleb, slasaðist einnig illa á mjöðm í keppninni um helgina. Þá átti sér stað atvik á sunnudag þar sem að snjósleðakappi lenti illa en eftir stökkið festist bensíngjöfin í sleðanum sem ók mannlaus inn í hóp áhorfenda. Forráðamenn X Games-leikanna segjast gera eins miklar öryggisráðstafanir og mögulegt er en að slysahættan sé og muni ávallt vera til staðar. „Á X Games eru mestu öfgahliðar íþróttarinnar okkar til sýnis," sagði Tucker Hibbert, margfaldur sigurvegari í snjósleðakeppnum á X Games. Fleiri slys hafa átt sér stað á X Games og í fleiri greinum en í snjósleðakeppnum. Snjóbrettakappinn Halldór Helgason frá Akureyri fékk heilahristing eftir slæma lendingu í Big Air-stökkkeppninni á aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á sjúkrahús og þarf að taka því rólega næstu tvær vikurnar. Íþróttir Tengdar fréttir Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20 Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28 "Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26 Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Sjá meira
Þrír keppendur, þar af tveir bræður, slösuðust í snjósleðakeppnum á X Games-leikunum í Bandaríkjunum um helgina. Annar bróðurinn, Caleb Moore, er í lífshættu. Moore, sem er 25 ára gamall, lenti illa eftir stökk á fimmtudaginn. Hann lenti harkalega með andlitið í snjóinn og fékk svo sleðann yfir sig. Í fyrstu virtist hann ekki hafa slasast illa þar sem að hann gat gengið í burtu. Hann var fluttur upp á sjúkrahús þar sem hann var greindur með heilahristing. En stuttu síðar blæddi inn á hjarta Moore og sagði fjölskylda hans að höfuðmeiðsli hans væru verri en í fyrstu var talið. Og nú segir afi hans, Charles Moore, að líðan hans sé slæm. „Batahorfur eru alls ekki góðar. Ég er nánast viss um að hann muni ekki hafa það af," hafði AP-fréttastofan eftir Moore. Talsmaður fjölskyldunnar vildi ekki tjá sig um líðan Caleb í yfirlýsingu í gær, en þakkaði bataóskir og kveðjur. Colten Moore, yngri bróðir Caleb, slasaðist einnig illa á mjöðm í keppninni um helgina. Þá átti sér stað atvik á sunnudag þar sem að snjósleðakappi lenti illa en eftir stökkið festist bensíngjöfin í sleðanum sem ók mannlaus inn í hóp áhorfenda. Forráðamenn X Games-leikanna segjast gera eins miklar öryggisráðstafanir og mögulegt er en að slysahættan sé og muni ávallt vera til staðar. „Á X Games eru mestu öfgahliðar íþróttarinnar okkar til sýnis," sagði Tucker Hibbert, margfaldur sigurvegari í snjósleðakeppnum á X Games. Fleiri slys hafa átt sér stað á X Games og í fleiri greinum en í snjósleðakeppnum. Snjóbrettakappinn Halldór Helgason frá Akureyri fékk heilahristing eftir slæma lendingu í Big Air-stökkkeppninni á aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á sjúkrahús og þarf að taka því rólega næstu tvær vikurnar.
Íþróttir Tengdar fréttir Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20 Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28 "Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26 Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Sjá meira
Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20
Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53
Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28
"Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26
Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00