Þjóðarhagsmunir skilgreindir með mismunandi hætti í stjórn og stjórnarandstöðu Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2013 19:02 Gögn sem núverandi utanríkisráðherra taldi varða þjóðarhagsmuni að birta í nóvember í fyrra vegna aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu, gætu skaðað hagsmuni Íslands ef þau verða birt í dag að mati ráðherra. Það er ekki nýtt að þingmenn tali með einum hætti í stjórnarandstöðu og allt öðrum þegar þeir eru komnir í stjórnarlið hvað þá ráðherrastóla. Í skriflegu svari utanríkisráðherra til Vilhjálms Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins varðandi samningsmarkmið Íslands í viðræðum við Evrópusambandið ríkja allt önnur sjónarmið en ráðherrann hafði þegar hann var þingmaður. Vilhjálmur vildi með fyrirspurn sinni fá fram samningsmarkmið Íslands í mikilvægum málaflokkum gagnvart Evrópusambandinu, eins og landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og þau drög sem lægju fyrir í þeim efnum. Ráðherra lætur nægja að vísa til samningsmarkmiða við upphaf umsóknar árið 2009 og segir: „Þau samningsmarkmið sem þáverandi ríkisstjórn vann út frá er að finna í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um aðildarumsóknina.“ Hvað varðar drög að óbirtum markmiðum svarar Gunnar Bragi: „Telja verður að birting á þeim drögum að samningsafstöðu sem hér um ræðir kunni að skaða hagsmuni Íslands komi til þess að aðildarviðræður hefjist á nýjan leik." og vísar þar til upplýsingalaga, - umrædd gögn hafi hins vegar verið send utanríkismálanefnd sem sé bundin trúnaði. En um það mál sagði Gunnar Bragi í nóvember í fyrra, þá stjórnarandstæðingur og fulltrúi í utanríkismálanefnd: „Ég fer því fram á það virðurlegur forseti að forseti beiti sér fyrir því að trúnaði á þessum málum í utanríkismálanefnd á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið verði aflétt,“ Undir þetta tók núverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra. „Við erum að takast á um hvort að við séum að uppfylla og standa fast á þeim kröfum sem við segjumst vera að gera og ég fer fram á það að við ræðum það fyrir opnum tjöldum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd. Og Gunnar Bragi bætti við varðandi trúnaðinn: „Vegna þess að það vita allir hvernig þessir samningar að sjálfsögðu fara fram. Það er ekki þannig að það, að það sé eitthvað í þessum samningum sem komi Evrópusambandinu á óvart þegar þangað er mætt. Það er ekki þannig. Það má líka snúa þessu við, virðurlegur forseti. Það eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar að fá að vita hvað stendur í þessari samningsafstöðu sem send er út,“ sagði Gunnar Bragi hinn 5. nóvember 2012. Utanríkisráðherra gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað í dag. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Gögn sem núverandi utanríkisráðherra taldi varða þjóðarhagsmuni að birta í nóvember í fyrra vegna aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu, gætu skaðað hagsmuni Íslands ef þau verða birt í dag að mati ráðherra. Það er ekki nýtt að þingmenn tali með einum hætti í stjórnarandstöðu og allt öðrum þegar þeir eru komnir í stjórnarlið hvað þá ráðherrastóla. Í skriflegu svari utanríkisráðherra til Vilhjálms Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins varðandi samningsmarkmið Íslands í viðræðum við Evrópusambandið ríkja allt önnur sjónarmið en ráðherrann hafði þegar hann var þingmaður. Vilhjálmur vildi með fyrirspurn sinni fá fram samningsmarkmið Íslands í mikilvægum málaflokkum gagnvart Evrópusambandinu, eins og landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og þau drög sem lægju fyrir í þeim efnum. Ráðherra lætur nægja að vísa til samningsmarkmiða við upphaf umsóknar árið 2009 og segir: „Þau samningsmarkmið sem þáverandi ríkisstjórn vann út frá er að finna í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um aðildarumsóknina.“ Hvað varðar drög að óbirtum markmiðum svarar Gunnar Bragi: „Telja verður að birting á þeim drögum að samningsafstöðu sem hér um ræðir kunni að skaða hagsmuni Íslands komi til þess að aðildarviðræður hefjist á nýjan leik." og vísar þar til upplýsingalaga, - umrædd gögn hafi hins vegar verið send utanríkismálanefnd sem sé bundin trúnaði. En um það mál sagði Gunnar Bragi í nóvember í fyrra, þá stjórnarandstæðingur og fulltrúi í utanríkismálanefnd: „Ég fer því fram á það virðurlegur forseti að forseti beiti sér fyrir því að trúnaði á þessum málum í utanríkismálanefnd á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið verði aflétt,“ Undir þetta tók núverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra. „Við erum að takast á um hvort að við séum að uppfylla og standa fast á þeim kröfum sem við segjumst vera að gera og ég fer fram á það að við ræðum það fyrir opnum tjöldum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd. Og Gunnar Bragi bætti við varðandi trúnaðinn: „Vegna þess að það vita allir hvernig þessir samningar að sjálfsögðu fara fram. Það er ekki þannig að það, að það sé eitthvað í þessum samningum sem komi Evrópusambandinu á óvart þegar þangað er mætt. Það er ekki þannig. Það má líka snúa þessu við, virðurlegur forseti. Það eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar að fá að vita hvað stendur í þessari samningsafstöðu sem send er út,“ sagði Gunnar Bragi hinn 5. nóvember 2012. Utanríkisráðherra gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað í dag.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira