Hjálpuðu heimilislausa Litháanum - Gáfu honum bensín og smákökur Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 11. desember 2013 21:54 "Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. Eftir að hafa horft á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjallað var um litháískan karlmann, Ricardas Zazeckis, sem býr í bíl sínum við Esjurætur ákvað Róbert að fara ásamt félaga sínum til þess hitta manninn og færa honum góðgæti og bensín. Hann segir að maðurinn hafi verið nokkuð tregur til að byrja með en hafi svo þegið aðstoð. „Við gáfum honum smákökur, kanilsnúða, mjólk, appelsín og sígarettur. Svo létum við hann fá 2000 krónur í peningum og bensín,“ segir Róbert. Þegar þeir voru uppfrá kom að annar maður sem vildi færa Ricardas bensín. Bíllinn fór þó ekki í gang og telur Róbert að geymirinn sé bilaður. Hann ætlar því að fara uppeftir í fyrramálið með nýjan geymi og með í för verður Frank Höybye, bifvélavirki. Sá hefur lofað Ricardas að leggja bílnum sínum fyrir framan verkstæðið sitt í Hafnarfirði. Bifvélavirkinn ætlar að tengja rafmagn í bílinn og lána honum rafmagnsofn en það myndi verða til bráðabirgða þar til maðurinn fær varanlegt úrræði. „Ég er ör með svona hluti,“ segir Róbert. „Ég er að gefa hluti um allt land og meðal annars fékk ég bakarann Jóa Fel til þess að hjálpa mér með deig í smákökur sem ég gef.“Hvað er það sem drífur þig áfram við að hjálpa öðrum?„Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „En það er ekki lengur þannig, nú rek ég mína eigin málningarþjónustu og ég vil endilega láta gott af mér leiða,“ segir Róbert. Stöð 2 fjallaði um mál litháíska mannsins í kvöld. Hann flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. Eftir að hafa horft á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjallað var um litháískan karlmann, Ricardas Zazeckis, sem býr í bíl sínum við Esjurætur ákvað Róbert að fara ásamt félaga sínum til þess hitta manninn og færa honum góðgæti og bensín. Hann segir að maðurinn hafi verið nokkuð tregur til að byrja með en hafi svo þegið aðstoð. „Við gáfum honum smákökur, kanilsnúða, mjólk, appelsín og sígarettur. Svo létum við hann fá 2000 krónur í peningum og bensín,“ segir Róbert. Þegar þeir voru uppfrá kom að annar maður sem vildi færa Ricardas bensín. Bíllinn fór þó ekki í gang og telur Róbert að geymirinn sé bilaður. Hann ætlar því að fara uppeftir í fyrramálið með nýjan geymi og með í för verður Frank Höybye, bifvélavirki. Sá hefur lofað Ricardas að leggja bílnum sínum fyrir framan verkstæðið sitt í Hafnarfirði. Bifvélavirkinn ætlar að tengja rafmagn í bílinn og lána honum rafmagnsofn en það myndi verða til bráðabirgða þar til maðurinn fær varanlegt úrræði. „Ég er ör með svona hluti,“ segir Róbert. „Ég er að gefa hluti um allt land og meðal annars fékk ég bakarann Jóa Fel til þess að hjálpa mér með deig í smákökur sem ég gef.“Hvað er það sem drífur þig áfram við að hjálpa öðrum?„Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „En það er ekki lengur þannig, nú rek ég mína eigin málningarþjónustu og ég vil endilega láta gott af mér leiða,“ segir Róbert. Stöð 2 fjallaði um mál litháíska mannsins í kvöld. Hann flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira