Ungir Íslendingar hljóta viðurkenningu 1. júní 2013 07:00 Elísabet Ingólfsdóttir var tilnefnd vegna vinnu sinnar í þágu heimsfriðar og/eða mannréttinda. Hún kom að stofnsetningu ungliðahreyfingar Amnesty International, stofnaði Stop the Traffik, hreyfingu sem berst gegn mansali í heiminum, og hefur verið virk í að vekja athygli á barnaþrælkun víða um heiminn. „Við eigum svo ótrúlega mikið af flottu ungu fólki sem er að skara fram úr og er til fyrirmyndar. Það er mikilvægt að gleyma ekki að hrósa fólki fyrir vel unnin störf, en alltof lítið er gert af því,“ segir Tryggvi Freyr Elínarson, verkefnastjóri hjá JCI á Íslandi. JCI á Íslandi hefur nú birt lista yfir tíu unga einstaklinga sem eru tilnefndir til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar þetta árið. Keppnin er haldin í flestum aðildarlöndum JCI á heimsvísu og sigurvegararnir í hverju landi halda svo áfram og keppa sín á milli í alþjóðlegu keppninni Ten Outstanding Young Persons Awards þar sem tíu einstaklingum eru veitt verðlaun. „Við höfum haldið þetta í ellefu ár núna og tvisvar sinnum átt fulltrúa á topp 10 listanum á heimsvísu,“ segir Tryggvi en þeir eru sundkonan Kristín Rós Hákonardóttir árið 2003 og frumkvöðullinn Guðjón Már Guðjónsson árið 2009. „Það verður að teljast þrælgóður árangur. Sérstaklega miðað við að það eru um 100 lönd sem taka þátt í keppninni ár hvert,“ bætir Tryggvi við. Vel á þriðja hundrað tilnefninga bárust JCI á Íslandi þetta árið en allir gátu sent inn tilnefningar. Það var því mikið verk fyrir dómnefndina að velja úr þá efstu tíu. „Þetta er ríflega tvöföldun á tilnefningum frá því í fyrra,“ segir Tryggvi og skrifar það aðallega á það að nú í ár var tekin í notkun ný heimasíða fyrir verkefnið, www.framurskarandi.is, sem gerði ferlið bæði auðveldara og sýnilegra. Úr tíu manna hópnum hefur dómnefnd svo valið fjóra verðlaunahafa. Hverjir það eru verður opinberað þann 6. júní næstkomandi þegar forseti Íslands afhendir verðlaunin við hátíðlega athöfn.tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
„Við eigum svo ótrúlega mikið af flottu ungu fólki sem er að skara fram úr og er til fyrirmyndar. Það er mikilvægt að gleyma ekki að hrósa fólki fyrir vel unnin störf, en alltof lítið er gert af því,“ segir Tryggvi Freyr Elínarson, verkefnastjóri hjá JCI á Íslandi. JCI á Íslandi hefur nú birt lista yfir tíu unga einstaklinga sem eru tilnefndir til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar þetta árið. Keppnin er haldin í flestum aðildarlöndum JCI á heimsvísu og sigurvegararnir í hverju landi halda svo áfram og keppa sín á milli í alþjóðlegu keppninni Ten Outstanding Young Persons Awards þar sem tíu einstaklingum eru veitt verðlaun. „Við höfum haldið þetta í ellefu ár núna og tvisvar sinnum átt fulltrúa á topp 10 listanum á heimsvísu,“ segir Tryggvi en þeir eru sundkonan Kristín Rós Hákonardóttir árið 2003 og frumkvöðullinn Guðjón Már Guðjónsson árið 2009. „Það verður að teljast þrælgóður árangur. Sérstaklega miðað við að það eru um 100 lönd sem taka þátt í keppninni ár hvert,“ bætir Tryggvi við. Vel á þriðja hundrað tilnefninga bárust JCI á Íslandi þetta árið en allir gátu sent inn tilnefningar. Það var því mikið verk fyrir dómnefndina að velja úr þá efstu tíu. „Þetta er ríflega tvöföldun á tilnefningum frá því í fyrra,“ segir Tryggvi og skrifar það aðallega á það að nú í ár var tekin í notkun ný heimasíða fyrir verkefnið, www.framurskarandi.is, sem gerði ferlið bæði auðveldara og sýnilegra. Úr tíu manna hópnum hefur dómnefnd svo valið fjóra verðlaunahafa. Hverjir það eru verður opinberað þann 6. júní næstkomandi þegar forseti Íslands afhendir verðlaunin við hátíðlega athöfn.tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira