Innlent

Óvenjulegt innbrot á Monakó í nótt

Boði Logason skrifar
Margeir er einnig eigandi veitingarstaðarins Monte Carlo á Laugavegi, en brotist var inn á Mónakó.
Margeir er einnig eigandi veitingarstaðarins Monte Carlo á Laugavegi, en brotist var inn á Mónakó. Mynd/365

„Það þarf töluvert hugmyndaflug til að brjótast inn á þennan hátt,“ segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingarstaðarins Monakó á Laugavegi.

Innbrotsþjófar brutu sér leið inn á staðinn í nótt í gegnum viftugöng, og notuðu meðal annars einhverskonar áhöld til að stækka viftugatið.

„Þeir tóku viftuna úr og stækkuðu svo gatið um 10 til 15 cm til að komast í gegn. Viftan liggur út í undirgöng sem eru hér á milli húsanna,“ segir Margeir. „Þeir límdu síðan fyrir skynjara sem eru hérna, svo þjófarvarnarkerfið fór ekkert í gang. Það á ekki að vera hægt.“

Þjófarnir skemmdu fimm spilakassa og náðu að stela eitthvað af peningum. „Þetta er náttúrulega tjón, bæði fyrir Happdrætti Háskólans og síðan heilmikið tjón fyrir mig líka. Einn af þeim skar sig á spilakassanum, svo hann skyldi eftir sig slóð.“

Margeir segist vita hverjir voru þarna á ferð og er innbrotið í rannsókn hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×