Ævintýralegt jafnrétti Ólöf skrifar 1. júní 2013 07:00 Anna Elísa Hreiðarsdóttir mynd/starfsmannasíða HA „Við ætlum að vinna með ævintýri sem börnin þekkja,. Ævintýrin eru allstaðar og hafa verið notuð markvisst af markaðsöflum til að móta fastar gamaldags kynjahugmyndir og þetta á að vera mótvægi við því, svona bakvið tjöldin,“ sagði Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og verkefnisstýra nýs þróunarverkefnis á leikskólanum Iðavelli á Akureyri. Iðavöllur hefur á næsta skólaári innleiðingu nýs þróunarverkefnis. Verkefnið snýr að því að kafa ofan í ævintýri sem börnin þekkja, og snúa við kynjahlutverkum og spyrja áleitinni spurninga um hlutverk kynjanna. Þannig leitast verkefnið eftir því að svara hverjar jafnréttis- og kynjahugmyndir fjögurra ára barna eru og hvernig megi vinna með þær. Börnin eru þannig látin pæla í aðstæðunum sem hetjurnar í ævintýrunum standa frammi fyrir.Hefði það breytt einhverju ef Rauðhetta væri strákur?„Við ætlum að byrja á því að vinna með Rauðhettu sem er stelpusaga, svo ætlum við að taka fyrir Búkollu, sem er strákasaga, og vonandi náum við að taka Hans og Grétu fyrir líka, þar sem bæði stelpa og strákur eru í aðalhlutverki. Svo er hugmyndin að börnin semji eigin sögur og þá koma kennarar til með að greina hvort sögurnar þeirra verði í hefðbundnu ævintýrasniði, um prinsessur og bardaga eða hvort viðhorfin breytist eitthvað,“ sagði Anna Elísa jafnframt. Í nýjum aðalnámskrám er krafa um jafnréttisuppeldi á öllum grunnstigum menntunar. „Ég mat það sem svo að aðrir grunnþættir hefðu sterkari grunn en jafnréttisuppeldi, þess vegna réðst ég í þetta verkefni,“ bætti Anna Elísa við. Kristlaug Svavarsdóttir, leikskólastjóri á Iðuvelli fagnar þessu framtaki og því að stuðla að aukinni vitund barna, og kennara, um jafnrétti og kynjahlutverk. „Við fengum styrk frá Menntamálaráðuneytinu til að setja þetta verkefni í gang. Hugmyndin er svo sú að nýta þetta ferli til þess að búa til námsefni sem svo fleiri leikskólar geta nýtt sér. Við ætlum að búa til áætlun um hvernig sé hægt að vinna með kynjahlutverk í gegnum sögur og leik,“ sagði Kristlaug. „Við erum jafnréttissinnuð á Íslandi, og margir sigrar unnist, en það er margt óunnið og samkvæmt rannsóknum virðist ákveðið bakslag hafa orðið í viðhorfum unglinga gagnvart jafnrétti. Þess vegna er mikilvægt að byrja snemma að innleiða þessar hugmyndir í börnin,“ bætti Anna Elísa við. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
„Við ætlum að vinna með ævintýri sem börnin þekkja,. Ævintýrin eru allstaðar og hafa verið notuð markvisst af markaðsöflum til að móta fastar gamaldags kynjahugmyndir og þetta á að vera mótvægi við því, svona bakvið tjöldin,“ sagði Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og verkefnisstýra nýs þróunarverkefnis á leikskólanum Iðavelli á Akureyri. Iðavöllur hefur á næsta skólaári innleiðingu nýs þróunarverkefnis. Verkefnið snýr að því að kafa ofan í ævintýri sem börnin þekkja, og snúa við kynjahlutverkum og spyrja áleitinni spurninga um hlutverk kynjanna. Þannig leitast verkefnið eftir því að svara hverjar jafnréttis- og kynjahugmyndir fjögurra ára barna eru og hvernig megi vinna með þær. Börnin eru þannig látin pæla í aðstæðunum sem hetjurnar í ævintýrunum standa frammi fyrir.Hefði það breytt einhverju ef Rauðhetta væri strákur?„Við ætlum að byrja á því að vinna með Rauðhettu sem er stelpusaga, svo ætlum við að taka fyrir Búkollu, sem er strákasaga, og vonandi náum við að taka Hans og Grétu fyrir líka, þar sem bæði stelpa og strákur eru í aðalhlutverki. Svo er hugmyndin að börnin semji eigin sögur og þá koma kennarar til með að greina hvort sögurnar þeirra verði í hefðbundnu ævintýrasniði, um prinsessur og bardaga eða hvort viðhorfin breytist eitthvað,“ sagði Anna Elísa jafnframt. Í nýjum aðalnámskrám er krafa um jafnréttisuppeldi á öllum grunnstigum menntunar. „Ég mat það sem svo að aðrir grunnþættir hefðu sterkari grunn en jafnréttisuppeldi, þess vegna réðst ég í þetta verkefni,“ bætti Anna Elísa við. Kristlaug Svavarsdóttir, leikskólastjóri á Iðuvelli fagnar þessu framtaki og því að stuðla að aukinni vitund barna, og kennara, um jafnrétti og kynjahlutverk. „Við fengum styrk frá Menntamálaráðuneytinu til að setja þetta verkefni í gang. Hugmyndin er svo sú að nýta þetta ferli til þess að búa til námsefni sem svo fleiri leikskólar geta nýtt sér. Við ætlum að búa til áætlun um hvernig sé hægt að vinna með kynjahlutverk í gegnum sögur og leik,“ sagði Kristlaug. „Við erum jafnréttissinnuð á Íslandi, og margir sigrar unnist, en það er margt óunnið og samkvæmt rannsóknum virðist ákveðið bakslag hafa orðið í viðhorfum unglinga gagnvart jafnrétti. Þess vegna er mikilvægt að byrja snemma að innleiða þessar hugmyndir í börnin,“ bætti Anna Elísa við.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira