Auðvitað eru náttúruöflin sterk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2013 20:54 Þórdís og Ólafur hafa verið á sjó hvort á sínum tíma og hafa upplifað ólíka hluti en eiga áhugann á sjónum sameiginlegan. Mynd/valli Feðginin Ólafur Finnbogason og Þórdís Hafrún Ólafsdóttir tilheyra bæði hetjum hafsins þó að Ólafur sé hættur á sjó fyrir nokkru og farinn að bjástra við bústað lengst inni í landi. Hann var í kaupstaðarferð nýlega og heimsótti dóttur sína. Þar báru þau saman bækur sínar um sjómennskuna, sem heillaði þau bæði. Hann var skipstjóri. Hún er gæðastjóri. Ólafur: „Ég var 38 ár á sjó og man ekki til að hafa lent í verulegri hættu en auðvitað eru náttúruöflin sterk. Það var oft brim við Grindavík sem lítið bar á. Ég var einu sinni á leið inn á eðlilegum hraða þegar báturinn lyftist upp að aftan og skutlaðist undan bárunni á svakalegri ferð og það var ekki fyrr en við vorum rétt lentir uppi í fjöru sem báran braut loksins fram með bátnum. Þar sluppum við með skrekkinn." Þórdís: „Já, það geta komið upp ískyggilegar aðstæður. Ég horfði einu sinni á Tómas Þorvaldsson GK 10 fá á sig brotsjó í snarvitlausu veðri og hverfa í öldudali. Mér stóð ekkert á sama. Við vorum að koma inn til Hafnarfjarðar og fórum út til að draga hann í land því hann varð vélarvana. En það eru strangar öryggiskröfur gerðar til sjómanna og það skilar sér. Sem þátttakanda finnst mér sjómenn ekki lifa við háska dags daglega." Ólafur: „Það hafa orðið alveg gífurlegar breytingar á veiðum, veðurspám, skipum og siglingatækjum frá því ég byrjaði á sjó 1955. Það er bara eins og svart og hvítt. Þá var ekkert annað en dýptarmælir - og búið. Svo komu radararnir og það varð allt annað líf."Missti mann út Ólafur: „Menn voru líka óþarflega sókndjarfir, miðað við aðstæður. Ég held að það hafi ekki verið vit í því stundum. Skipstjóra þótti afleitt að vera í landi ef aðrir voru á sjó. Þegar ég reri frá Þingeyri var veiðisvæðið 27 mílur út af Dýrafirði, á Barðanum. Ég man að við vorum búnir að keyra einn og hálfan tíma upp að landinu þegar við fórum að stíma framhjá ensku togurunum sem voru við 12 mílna mörkin. Vorum bara á 50 tonna bát, fimm saman. Það var oft barningur á landleiðinni." Þórdís: „Fyrst þú segir barningur hefur ábyggilega verið snarvitlaust veður." Ólafur: „Það þýddi ekkert annað en að vera í glugganum og fylgjast með þegar brotin voru að koma og slá af. Í tunglsljósi sá maður þau hvítfyssandi í fjarska."Varðstu aldrei vitni að slysi á sjó? Ólafur: „Jú, ég missti einu sinni mann. Hann tók út á útleiðinni og hvarf í sjóinn. Það var rosalegt áfall. Ég var lengi að ná mér eftir það. En það tókst betur til í annað sinn þegar einn skipverjinn fór út með netunum og hvarf. Við héldum að við sæjum hann ekki meira en sonur minn, sem var stýrimaður um borð, henti sér á eftir honum og náði honum, við hífðum hann inn og svo kom þyrla og sótti hann. Þetta skeði fljótt en lánaðist. Það var eiginlega kraftaverk."Síldveiðarnar skemmtilegastarHvað varstu gamall þegar þú byrjaðir á sjó, Ólafur? Ólafur: „Ég byrjaði átján ára á togara frá Patreksfirði sem hét Gylfi. Við sigldum á Þýskaland. Síðan fór ég á Þorbjörn, bát frá mínum heimabæ, Þingeyri, og fór aldrei á togara aftur. Svo fór ég í sjómannaskólann, útskrifaðist 1964 og var orðinn skipstjóri 1966, það starf entist mér út starfsævina. Var með eigin útgerð frá 1974, fyrst frá Grindavík, svo Hafnarfirði. Keypti bát í Grindavík sem hét Arnfirðingur. Bróðir minn var með mér í þessu. En lánin voru óhagstæð svo við seldum Arnfirðing og keyptum 50 tonna trébát og fórum að gera hann út. 1988 lét ég smíða nýjan bát í Póllandi, Sandafellið. Svo var hann seldur 2002 og þá hættum við."Þórdís, smitaðist þú af pabba þínum? Þórdís: „Kannski er þetta í blóðinu. Er fædd og uppalin í sjávarplássinu Þingeyri og langaði alltaf á sjó. Fór líklega fyrst 10 eða 11 ára, þá á smokkfiskveiðar í Dýrafirði. Um nótt. Við fengum að fara nokkrar stelpur með einum sjómanninum. Ég gleymi því aldrei, það var svo gaman. Sem sjómaður fór ég fyrst nokkra túra 1995, þá var ég að leysa af sem kokkur á rækjuveiðum á Haferninum. Svo var ég að leysa af á Sandafellinu eina vertíð 1999, bróðir minn var þar skipstjóri. En ég byrjaði á Hrafni GK 111 árið 2000 og er búin að vera á honum síðan. Er þar gæðastjóri. Hrafn er frystitogari svo það er 28 til 30 daga útivera í senn. Ég vann í fiski sem unglingur og finnst bara gaman að vinna við sjávarútveginn. Svo eru tekjurnar góðar." Ólafur: „Ég man það núna að ég fór líka á svona smokkfiskveiðar í Arnarfirðinum. Ég var á öllum veiðum en mér fannst síldveiðarnar skemmtilegastar. Það var einhver ævintýraljómi yfir þeim. Ég var tvö sumur í Norðursjónum og mörg úti fyrir Austfjörðum, við fórum alla leið norður að Svalbarða. Fylltum bátinn þar og vorum á fjórða sólarhring í land. Fengum brjálað veður og urðum að sleppa síldinni af dekkinu til að létta bátinn. Tveir bátar sem voru á undan okkur komu á hliðinni í land. Svona var þetta."Þreytan hellist yfir Þórdís: „Það er orðin allt önnur aðstaða um borð í skipum í dag en áður var, að minnsta kosti um borð í frystitogurum. Í Hrafninum erum við með ljósabekk, lítinn líkamsræktarsal og sjoppu. Þar er góður matur sem skiptir mjög miklu máli því við erum alltaf að hugsa um mat. Svo er annað sem skiptir miklu máli, það er hvernig útgerðin hugsar um sína sjómenn. Mín reynsla af Þorbirni í Grindavík er góð. Það er allt gert til að okkur líði vel um borð."Finnst ykkur þið ekki missa af sumrinu á sjó? Þórdís: „Jú, en frystitogarasjómennskan er þannig að ég er úti í fjórar vikur og svo fjórar í landi. Stundum fer ég tvo túra í röð og hef farið þrjá. Það sem mér finnst erfiðast eru sex tíma vaktirnar, að sofa sex tíma og vinna sex tíma í þrjátíu sólarhringa er slítandi og maður nær aldrei að vera úthvíldur. En svo venst það. Um leið og ég kem um borð er ég dottin inn í rútínuna og finn ekki mikið fyrir þreytu fyrr en túrinn er búinn. Þegar ég stíg frá borði og kem heim þá hellist hún yfir mig."Hafið þið feðgin verið til sjós saman? Þórdís: „Nei, bróðir minn var með Sandafellið þegar ég var á því. Mér fannst gaman að róa með honum. Annar bróðir minn var eitt ár á Hrafninum og dóttir mín fór einn túr sem háseti. Það var gaman líka. Ég er eina konan núna af 26 skipverjum á Hrafninum en það hafa komið stelpur í afleysingar. Ég byrjaði sem háseti en er núna gæðastjóri í vinnslunni. Framan af gátum við ekki horft á sjónvarp, bara spólur. Nú er komið síma- og netsamband í alla klefa." Ólafur: „Lengi var ekkert hægt að hringja í land nema í gegnum radíó. En í sjávarþorpum voru allir með útvarp og hlustuðu á bátabylgjuna. Eftir hvern veðurfréttatíma fóru skipstjórarnir í talstöðina og lýstu stöðunni. Stundum þegar spáð var vondu veðri og flotinn stímdi í land þá var Ríkinu lokað þegar þrír bátar voru komnir inn." Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Feðginin Ólafur Finnbogason og Þórdís Hafrún Ólafsdóttir tilheyra bæði hetjum hafsins þó að Ólafur sé hættur á sjó fyrir nokkru og farinn að bjástra við bústað lengst inni í landi. Hann var í kaupstaðarferð nýlega og heimsótti dóttur sína. Þar báru þau saman bækur sínar um sjómennskuna, sem heillaði þau bæði. Hann var skipstjóri. Hún er gæðastjóri. Ólafur: „Ég var 38 ár á sjó og man ekki til að hafa lent í verulegri hættu en auðvitað eru náttúruöflin sterk. Það var oft brim við Grindavík sem lítið bar á. Ég var einu sinni á leið inn á eðlilegum hraða þegar báturinn lyftist upp að aftan og skutlaðist undan bárunni á svakalegri ferð og það var ekki fyrr en við vorum rétt lentir uppi í fjöru sem báran braut loksins fram með bátnum. Þar sluppum við með skrekkinn." Þórdís: „Já, það geta komið upp ískyggilegar aðstæður. Ég horfði einu sinni á Tómas Þorvaldsson GK 10 fá á sig brotsjó í snarvitlausu veðri og hverfa í öldudali. Mér stóð ekkert á sama. Við vorum að koma inn til Hafnarfjarðar og fórum út til að draga hann í land því hann varð vélarvana. En það eru strangar öryggiskröfur gerðar til sjómanna og það skilar sér. Sem þátttakanda finnst mér sjómenn ekki lifa við háska dags daglega." Ólafur: „Það hafa orðið alveg gífurlegar breytingar á veiðum, veðurspám, skipum og siglingatækjum frá því ég byrjaði á sjó 1955. Það er bara eins og svart og hvítt. Þá var ekkert annað en dýptarmælir - og búið. Svo komu radararnir og það varð allt annað líf."Missti mann út Ólafur: „Menn voru líka óþarflega sókndjarfir, miðað við aðstæður. Ég held að það hafi ekki verið vit í því stundum. Skipstjóra þótti afleitt að vera í landi ef aðrir voru á sjó. Þegar ég reri frá Þingeyri var veiðisvæðið 27 mílur út af Dýrafirði, á Barðanum. Ég man að við vorum búnir að keyra einn og hálfan tíma upp að landinu þegar við fórum að stíma framhjá ensku togurunum sem voru við 12 mílna mörkin. Vorum bara á 50 tonna bát, fimm saman. Það var oft barningur á landleiðinni." Þórdís: „Fyrst þú segir barningur hefur ábyggilega verið snarvitlaust veður." Ólafur: „Það þýddi ekkert annað en að vera í glugganum og fylgjast með þegar brotin voru að koma og slá af. Í tunglsljósi sá maður þau hvítfyssandi í fjarska."Varðstu aldrei vitni að slysi á sjó? Ólafur: „Jú, ég missti einu sinni mann. Hann tók út á útleiðinni og hvarf í sjóinn. Það var rosalegt áfall. Ég var lengi að ná mér eftir það. En það tókst betur til í annað sinn þegar einn skipverjinn fór út með netunum og hvarf. Við héldum að við sæjum hann ekki meira en sonur minn, sem var stýrimaður um borð, henti sér á eftir honum og náði honum, við hífðum hann inn og svo kom þyrla og sótti hann. Þetta skeði fljótt en lánaðist. Það var eiginlega kraftaverk."Síldveiðarnar skemmtilegastarHvað varstu gamall þegar þú byrjaðir á sjó, Ólafur? Ólafur: „Ég byrjaði átján ára á togara frá Patreksfirði sem hét Gylfi. Við sigldum á Þýskaland. Síðan fór ég á Þorbjörn, bát frá mínum heimabæ, Þingeyri, og fór aldrei á togara aftur. Svo fór ég í sjómannaskólann, útskrifaðist 1964 og var orðinn skipstjóri 1966, það starf entist mér út starfsævina. Var með eigin útgerð frá 1974, fyrst frá Grindavík, svo Hafnarfirði. Keypti bát í Grindavík sem hét Arnfirðingur. Bróðir minn var með mér í þessu. En lánin voru óhagstæð svo við seldum Arnfirðing og keyptum 50 tonna trébát og fórum að gera hann út. 1988 lét ég smíða nýjan bát í Póllandi, Sandafellið. Svo var hann seldur 2002 og þá hættum við."Þórdís, smitaðist þú af pabba þínum? Þórdís: „Kannski er þetta í blóðinu. Er fædd og uppalin í sjávarplássinu Þingeyri og langaði alltaf á sjó. Fór líklega fyrst 10 eða 11 ára, þá á smokkfiskveiðar í Dýrafirði. Um nótt. Við fengum að fara nokkrar stelpur með einum sjómanninum. Ég gleymi því aldrei, það var svo gaman. Sem sjómaður fór ég fyrst nokkra túra 1995, þá var ég að leysa af sem kokkur á rækjuveiðum á Haferninum. Svo var ég að leysa af á Sandafellinu eina vertíð 1999, bróðir minn var þar skipstjóri. En ég byrjaði á Hrafni GK 111 árið 2000 og er búin að vera á honum síðan. Er þar gæðastjóri. Hrafn er frystitogari svo það er 28 til 30 daga útivera í senn. Ég vann í fiski sem unglingur og finnst bara gaman að vinna við sjávarútveginn. Svo eru tekjurnar góðar." Ólafur: „Ég man það núna að ég fór líka á svona smokkfiskveiðar í Arnarfirðinum. Ég var á öllum veiðum en mér fannst síldveiðarnar skemmtilegastar. Það var einhver ævintýraljómi yfir þeim. Ég var tvö sumur í Norðursjónum og mörg úti fyrir Austfjörðum, við fórum alla leið norður að Svalbarða. Fylltum bátinn þar og vorum á fjórða sólarhring í land. Fengum brjálað veður og urðum að sleppa síldinni af dekkinu til að létta bátinn. Tveir bátar sem voru á undan okkur komu á hliðinni í land. Svona var þetta."Þreytan hellist yfir Þórdís: „Það er orðin allt önnur aðstaða um borð í skipum í dag en áður var, að minnsta kosti um borð í frystitogurum. Í Hrafninum erum við með ljósabekk, lítinn líkamsræktarsal og sjoppu. Þar er góður matur sem skiptir mjög miklu máli því við erum alltaf að hugsa um mat. Svo er annað sem skiptir miklu máli, það er hvernig útgerðin hugsar um sína sjómenn. Mín reynsla af Þorbirni í Grindavík er góð. Það er allt gert til að okkur líði vel um borð."Finnst ykkur þið ekki missa af sumrinu á sjó? Þórdís: „Jú, en frystitogarasjómennskan er þannig að ég er úti í fjórar vikur og svo fjórar í landi. Stundum fer ég tvo túra í röð og hef farið þrjá. Það sem mér finnst erfiðast eru sex tíma vaktirnar, að sofa sex tíma og vinna sex tíma í þrjátíu sólarhringa er slítandi og maður nær aldrei að vera úthvíldur. En svo venst það. Um leið og ég kem um borð er ég dottin inn í rútínuna og finn ekki mikið fyrir þreytu fyrr en túrinn er búinn. Þegar ég stíg frá borði og kem heim þá hellist hún yfir mig."Hafið þið feðgin verið til sjós saman? Þórdís: „Nei, bróðir minn var með Sandafellið þegar ég var á því. Mér fannst gaman að róa með honum. Annar bróðir minn var eitt ár á Hrafninum og dóttir mín fór einn túr sem háseti. Það var gaman líka. Ég er eina konan núna af 26 skipverjum á Hrafninum en það hafa komið stelpur í afleysingar. Ég byrjaði sem háseti en er núna gæðastjóri í vinnslunni. Framan af gátum við ekki horft á sjónvarp, bara spólur. Nú er komið síma- og netsamband í alla klefa." Ólafur: „Lengi var ekkert hægt að hringja í land nema í gegnum radíó. En í sjávarþorpum voru allir með útvarp og hlustuðu á bátabylgjuna. Eftir hvern veðurfréttatíma fóru skipstjórarnir í talstöðina og lýstu stöðunni. Stundum þegar spáð var vondu veðri og flotinn stímdi í land þá var Ríkinu lokað þegar þrír bátar voru komnir inn."
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira