Innlent

Söfnuðu 185 milljónum

Um 185 milljónir króna söfnuðust í söfnun Landsbjargar sem fram fór í gær.

Ríflega 2500 manns gengu í svokallaða Bakvarðasveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar á meðan á söfnunarþætti á RÚV stóð í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að sett hafi verið met í innhringingum í símaver Vodafone sem tekið hefur þátt í fjölmörgum slíkum söfnunum í gegnum árin.

Bakvarðasveitin samanstendur af fólki sem greiðir ákveðna upphæð mánaðarlega en einnig var tekið á móti einstökum framlögum.

Enn er hægt að skrá sig í Bakvarðasveitina eða leggja fram einstök framlög.

Símaverið verður opið í dag frá klukkan 10:00-16:00. Einnig er hægt að skrá sig á heimasíðu félagsins, www.landsbjorg.is.

Hægt er að horfa á söfnunarþáttinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×