Af hverju fær Hjallastefna hærri framlög? 29. janúar 2013 06:00 Í rekstri bæjarfélags er mikilvægt að gætt sé jafnræðis við niðurgreiðslu á þjónustu til einstakra hópa. Þannig verður að tryggja jafnræðissjónarmið að baki frjálsu vali um grunnskóla, það er að segja að bæjarreknir jafnt sem einkareknir leik- og grunnskólar búi við sams konar rekstrarskilyrði. Með framangreint í huga og í kjölfar ákvörðunar bæjaryfirvalda um hækkun framlaga til miðstigs Barnaskóla Hjallastefnunnar (Vífilsskóla) óskaði FÓLKIÐ – í bænum eftir útreikningum á framlagi Garðabæjar með hverju barni í leik- og grunnskólum Garðabæjar, bæjarreknum skólum og einkareknum. Einnig var óskað eftir afritum af samningum bæjarins við einkarekna skóla. Í ljós kom að skriflegur samningur liggur fyrir við yngra stig Hjallastefnunnar (Barnaskóla Hjallastefnunnar) frá 10. júní 2008. Þar kemur fram að fyrir hvert barn skuli Garðabær greiða sem nemur 100% framlagi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, sbr. 56. gr. grunnskólalaga, en þó aldrei hærra framlag en meðaltal heildarrekstrarkostnaðar grunnskóla Garðabæjar. Á árinu 2012 greiddi bærinn Barnaskóla Hjallastefnunnar kr. 1.294.020 fyrir hvern nemanda, eða sem nam meðaltali heildarrekstrarkostnaðar þriggja grunnskóla í Garðabæ (Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla), enda var framlag skv. Hagstofu hærra, eða kr. 1.411.487. Óheimilt hjá bæjarskólum Þar sem útreikningurinn miðast við heildarrekstrarkostnað bæjarreknu skólanna fær Barnaskóli Hjallastefnunnar greitt sem nemur kennslukostnaði á barn auk meðaltals húsnæðiskostnaðar grunnskólanna. Mismunandi nýtingarhlutfall bæjarreknu skólanna verður til þess að hækka húsnæðiskostnað á nemanda í bæjarskólunum. Þannig nemur húsnæðiskostnaður á barn um 200 þúsund kr. á ársgrundvelli í Hofsstaðaskóla, um 500 þúsund kr. á barn í Flataskóla, um 900 þúsund kr. á barn í Sjálandsskóla en einungis um 60 þúsund kr. á barn í Barnaskóla Hjallastefnunnar (samkvæmt framlögðum gögnum frá Garðabæ um heildarhúsnæðiskostnað skólans). Hjallastefnan fær því greiddan húsnæðiskostnað langt umfram raunkostnað. Auk þess nýtur hann heimilda til styrkja úr fleiri áttum en frá bæjarfélaginu en slíkt er óheimilt hjá bæjarskólunum. Í svörum Garðabæjar til FÓLKSINS- í bænum varðandi samninga við einkaskóla kom í ljós að ekki lá fyrir skriflegur samningur við Hjallastefnuna um miðstigið. Fram kom að stuðst hefði verið við munnlegt samkomulag um greiðslu 75% framlags miðað við landsmeðaltal af kostnaði við rekstur grunnskóla á miðstigi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, sem er sama framlag og Alþjóðaskólinn fær með börnum sem búa í Garðabæ. Sjálfstæðismenn hafa nú ákveðið að hækka framlag til miðstigs Hjallastefnunnar en ekki verða hækkuð framlög til annarra skóla. Með framangreindri ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um aukin framlög til Hjallastefnunnar er ýtt undir ójafnræði milli grunnskóla bæjarins. Bæta þyrfti 3-400 milljónum króna í rekstur bæjarreknu grunnskólanna í Garðabæ á ársgrundvelli til að tryggja þeim sama rekstrargrundvöll og Garðabær tryggir grunnskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Tillögu hafnað FÓLKIÐ – í bænum lagði fram tillögu um leiðréttingu á þessu ójafnræði í bæjarstjórn í desember en henni var hafnað. Jafnframt lagði FÓLKIÐ – í bænum fram á bæjarstjórnarfundi í október tillögu um að stofnaður yrði vinnuhópur sem markaði heildræna sýn skólamála í Garðabæ þar sem gætt væri meðal annars að hugmyndaauðgi í uppbyggingu skólastarfsins, eflingu sérgreinakennslu og skoðaðir möguleikar til hámarksnýtingar húsnæðis skólanna. Þannig mætti tryggja að samhliða öflugu skólastarfi í bænum væri útsvarstekjum bæjarins varið á sem skynsamlegastan hátt. FÓLKIÐ – í bænum telur eðlilegt af meirihlutans hálfu að slík rýni fari fram áður en lagðar eru til meiriháttar hækkanir á framlögum til Barnaskóla Hjallastefnunnar. Þannig megi koma í veg fyrir orðróm um spillingu hjá meirihlutanum þar sem forseti bæjarstjórnar er jafnframt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Stjórnvöld í Garðabæ verða að skilja þá meginforsendu að þau eru kosin til starfa til að þjónusta og hámarka hag hins almenna íbúa Garðabæjar. Allt of oft virðast því miður pólitískir hagsmunir spila stórt hlutverk í ákvörðunartöku og aðgerðum meirihlutans sem bæjarstjóri að sjálfsögðu tilheyrir. Framlög til einstakra skóla í Garðabæ 2012 Flataskóli Hofsstaðaskóli Sjálandsskóli Garðaskóli Hjallaskóli (1.-4.) Hjallaskóli (5.-7.) Alþjóðaskólinn Fjöldi barna 234 450 245 394 134 92 23 Kennslukostn. á barn 1.022.121 793.162 957.268 904.851 1.294.020 1.058.615 1.058.615 Kennslukostn. m/húsn. 1.511.688 996.921 1.856.560 1.186.178 1.294.020 1.058.615 1.058.615 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Í rekstri bæjarfélags er mikilvægt að gætt sé jafnræðis við niðurgreiðslu á þjónustu til einstakra hópa. Þannig verður að tryggja jafnræðissjónarmið að baki frjálsu vali um grunnskóla, það er að segja að bæjarreknir jafnt sem einkareknir leik- og grunnskólar búi við sams konar rekstrarskilyrði. Með framangreint í huga og í kjölfar ákvörðunar bæjaryfirvalda um hækkun framlaga til miðstigs Barnaskóla Hjallastefnunnar (Vífilsskóla) óskaði FÓLKIÐ – í bænum eftir útreikningum á framlagi Garðabæjar með hverju barni í leik- og grunnskólum Garðabæjar, bæjarreknum skólum og einkareknum. Einnig var óskað eftir afritum af samningum bæjarins við einkarekna skóla. Í ljós kom að skriflegur samningur liggur fyrir við yngra stig Hjallastefnunnar (Barnaskóla Hjallastefnunnar) frá 10. júní 2008. Þar kemur fram að fyrir hvert barn skuli Garðabær greiða sem nemur 100% framlagi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, sbr. 56. gr. grunnskólalaga, en þó aldrei hærra framlag en meðaltal heildarrekstrarkostnaðar grunnskóla Garðabæjar. Á árinu 2012 greiddi bærinn Barnaskóla Hjallastefnunnar kr. 1.294.020 fyrir hvern nemanda, eða sem nam meðaltali heildarrekstrarkostnaðar þriggja grunnskóla í Garðabæ (Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla), enda var framlag skv. Hagstofu hærra, eða kr. 1.411.487. Óheimilt hjá bæjarskólum Þar sem útreikningurinn miðast við heildarrekstrarkostnað bæjarreknu skólanna fær Barnaskóli Hjallastefnunnar greitt sem nemur kennslukostnaði á barn auk meðaltals húsnæðiskostnaðar grunnskólanna. Mismunandi nýtingarhlutfall bæjarreknu skólanna verður til þess að hækka húsnæðiskostnað á nemanda í bæjarskólunum. Þannig nemur húsnæðiskostnaður á barn um 200 þúsund kr. á ársgrundvelli í Hofsstaðaskóla, um 500 þúsund kr. á barn í Flataskóla, um 900 þúsund kr. á barn í Sjálandsskóla en einungis um 60 þúsund kr. á barn í Barnaskóla Hjallastefnunnar (samkvæmt framlögðum gögnum frá Garðabæ um heildarhúsnæðiskostnað skólans). Hjallastefnan fær því greiddan húsnæðiskostnað langt umfram raunkostnað. Auk þess nýtur hann heimilda til styrkja úr fleiri áttum en frá bæjarfélaginu en slíkt er óheimilt hjá bæjarskólunum. Í svörum Garðabæjar til FÓLKSINS- í bænum varðandi samninga við einkaskóla kom í ljós að ekki lá fyrir skriflegur samningur við Hjallastefnuna um miðstigið. Fram kom að stuðst hefði verið við munnlegt samkomulag um greiðslu 75% framlags miðað við landsmeðaltal af kostnaði við rekstur grunnskóla á miðstigi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, sem er sama framlag og Alþjóðaskólinn fær með börnum sem búa í Garðabæ. Sjálfstæðismenn hafa nú ákveðið að hækka framlag til miðstigs Hjallastefnunnar en ekki verða hækkuð framlög til annarra skóla. Með framangreindri ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um aukin framlög til Hjallastefnunnar er ýtt undir ójafnræði milli grunnskóla bæjarins. Bæta þyrfti 3-400 milljónum króna í rekstur bæjarreknu grunnskólanna í Garðabæ á ársgrundvelli til að tryggja þeim sama rekstrargrundvöll og Garðabær tryggir grunnskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Tillögu hafnað FÓLKIÐ – í bænum lagði fram tillögu um leiðréttingu á þessu ójafnræði í bæjarstjórn í desember en henni var hafnað. Jafnframt lagði FÓLKIÐ – í bænum fram á bæjarstjórnarfundi í október tillögu um að stofnaður yrði vinnuhópur sem markaði heildræna sýn skólamála í Garðabæ þar sem gætt væri meðal annars að hugmyndaauðgi í uppbyggingu skólastarfsins, eflingu sérgreinakennslu og skoðaðir möguleikar til hámarksnýtingar húsnæðis skólanna. Þannig mætti tryggja að samhliða öflugu skólastarfi í bænum væri útsvarstekjum bæjarins varið á sem skynsamlegastan hátt. FÓLKIÐ – í bænum telur eðlilegt af meirihlutans hálfu að slík rýni fari fram áður en lagðar eru til meiriháttar hækkanir á framlögum til Barnaskóla Hjallastefnunnar. Þannig megi koma í veg fyrir orðróm um spillingu hjá meirihlutanum þar sem forseti bæjarstjórnar er jafnframt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Stjórnvöld í Garðabæ verða að skilja þá meginforsendu að þau eru kosin til starfa til að þjónusta og hámarka hag hins almenna íbúa Garðabæjar. Allt of oft virðast því miður pólitískir hagsmunir spila stórt hlutverk í ákvörðunartöku og aðgerðum meirihlutans sem bæjarstjóri að sjálfsögðu tilheyrir. Framlög til einstakra skóla í Garðabæ 2012 Flataskóli Hofsstaðaskóli Sjálandsskóli Garðaskóli Hjallaskóli (1.-4.) Hjallaskóli (5.-7.) Alþjóðaskólinn Fjöldi barna 234 450 245 394 134 92 23 Kennslukostn. á barn 1.022.121 793.162 957.268 904.851 1.294.020 1.058.615 1.058.615 Kennslukostn. m/húsn. 1.511.688 996.921 1.856.560 1.186.178 1.294.020 1.058.615 1.058.615
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun