Af hverju fær Hjallastefna hærri framlög? 29. janúar 2013 06:00 Í rekstri bæjarfélags er mikilvægt að gætt sé jafnræðis við niðurgreiðslu á þjónustu til einstakra hópa. Þannig verður að tryggja jafnræðissjónarmið að baki frjálsu vali um grunnskóla, það er að segja að bæjarreknir jafnt sem einkareknir leik- og grunnskólar búi við sams konar rekstrarskilyrði. Með framangreint í huga og í kjölfar ákvörðunar bæjaryfirvalda um hækkun framlaga til miðstigs Barnaskóla Hjallastefnunnar (Vífilsskóla) óskaði FÓLKIÐ – í bænum eftir útreikningum á framlagi Garðabæjar með hverju barni í leik- og grunnskólum Garðabæjar, bæjarreknum skólum og einkareknum. Einnig var óskað eftir afritum af samningum bæjarins við einkarekna skóla. Í ljós kom að skriflegur samningur liggur fyrir við yngra stig Hjallastefnunnar (Barnaskóla Hjallastefnunnar) frá 10. júní 2008. Þar kemur fram að fyrir hvert barn skuli Garðabær greiða sem nemur 100% framlagi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, sbr. 56. gr. grunnskólalaga, en þó aldrei hærra framlag en meðaltal heildarrekstrarkostnaðar grunnskóla Garðabæjar. Á árinu 2012 greiddi bærinn Barnaskóla Hjallastefnunnar kr. 1.294.020 fyrir hvern nemanda, eða sem nam meðaltali heildarrekstrarkostnaðar þriggja grunnskóla í Garðabæ (Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla), enda var framlag skv. Hagstofu hærra, eða kr. 1.411.487. Óheimilt hjá bæjarskólum Þar sem útreikningurinn miðast við heildarrekstrarkostnað bæjarreknu skólanna fær Barnaskóli Hjallastefnunnar greitt sem nemur kennslukostnaði á barn auk meðaltals húsnæðiskostnaðar grunnskólanna. Mismunandi nýtingarhlutfall bæjarreknu skólanna verður til þess að hækka húsnæðiskostnað á nemanda í bæjarskólunum. Þannig nemur húsnæðiskostnaður á barn um 200 þúsund kr. á ársgrundvelli í Hofsstaðaskóla, um 500 þúsund kr. á barn í Flataskóla, um 900 þúsund kr. á barn í Sjálandsskóla en einungis um 60 þúsund kr. á barn í Barnaskóla Hjallastefnunnar (samkvæmt framlögðum gögnum frá Garðabæ um heildarhúsnæðiskostnað skólans). Hjallastefnan fær því greiddan húsnæðiskostnað langt umfram raunkostnað. Auk þess nýtur hann heimilda til styrkja úr fleiri áttum en frá bæjarfélaginu en slíkt er óheimilt hjá bæjarskólunum. Í svörum Garðabæjar til FÓLKSINS- í bænum varðandi samninga við einkaskóla kom í ljós að ekki lá fyrir skriflegur samningur við Hjallastefnuna um miðstigið. Fram kom að stuðst hefði verið við munnlegt samkomulag um greiðslu 75% framlags miðað við landsmeðaltal af kostnaði við rekstur grunnskóla á miðstigi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, sem er sama framlag og Alþjóðaskólinn fær með börnum sem búa í Garðabæ. Sjálfstæðismenn hafa nú ákveðið að hækka framlag til miðstigs Hjallastefnunnar en ekki verða hækkuð framlög til annarra skóla. Með framangreindri ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um aukin framlög til Hjallastefnunnar er ýtt undir ójafnræði milli grunnskóla bæjarins. Bæta þyrfti 3-400 milljónum króna í rekstur bæjarreknu grunnskólanna í Garðabæ á ársgrundvelli til að tryggja þeim sama rekstrargrundvöll og Garðabær tryggir grunnskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Tillögu hafnað FÓLKIÐ – í bænum lagði fram tillögu um leiðréttingu á þessu ójafnræði í bæjarstjórn í desember en henni var hafnað. Jafnframt lagði FÓLKIÐ – í bænum fram á bæjarstjórnarfundi í október tillögu um að stofnaður yrði vinnuhópur sem markaði heildræna sýn skólamála í Garðabæ þar sem gætt væri meðal annars að hugmyndaauðgi í uppbyggingu skólastarfsins, eflingu sérgreinakennslu og skoðaðir möguleikar til hámarksnýtingar húsnæðis skólanna. Þannig mætti tryggja að samhliða öflugu skólastarfi í bænum væri útsvarstekjum bæjarins varið á sem skynsamlegastan hátt. FÓLKIÐ – í bænum telur eðlilegt af meirihlutans hálfu að slík rýni fari fram áður en lagðar eru til meiriháttar hækkanir á framlögum til Barnaskóla Hjallastefnunnar. Þannig megi koma í veg fyrir orðróm um spillingu hjá meirihlutanum þar sem forseti bæjarstjórnar er jafnframt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Stjórnvöld í Garðabæ verða að skilja þá meginforsendu að þau eru kosin til starfa til að þjónusta og hámarka hag hins almenna íbúa Garðabæjar. Allt of oft virðast því miður pólitískir hagsmunir spila stórt hlutverk í ákvörðunartöku og aðgerðum meirihlutans sem bæjarstjóri að sjálfsögðu tilheyrir. Framlög til einstakra skóla í Garðabæ 2012 Flataskóli Hofsstaðaskóli Sjálandsskóli Garðaskóli Hjallaskóli (1.-4.) Hjallaskóli (5.-7.) Alþjóðaskólinn Fjöldi barna 234 450 245 394 134 92 23 Kennslukostn. á barn 1.022.121 793.162 957.268 904.851 1.294.020 1.058.615 1.058.615 Kennslukostn. m/húsn. 1.511.688 996.921 1.856.560 1.186.178 1.294.020 1.058.615 1.058.615 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í rekstri bæjarfélags er mikilvægt að gætt sé jafnræðis við niðurgreiðslu á þjónustu til einstakra hópa. Þannig verður að tryggja jafnræðissjónarmið að baki frjálsu vali um grunnskóla, það er að segja að bæjarreknir jafnt sem einkareknir leik- og grunnskólar búi við sams konar rekstrarskilyrði. Með framangreint í huga og í kjölfar ákvörðunar bæjaryfirvalda um hækkun framlaga til miðstigs Barnaskóla Hjallastefnunnar (Vífilsskóla) óskaði FÓLKIÐ – í bænum eftir útreikningum á framlagi Garðabæjar með hverju barni í leik- og grunnskólum Garðabæjar, bæjarreknum skólum og einkareknum. Einnig var óskað eftir afritum af samningum bæjarins við einkarekna skóla. Í ljós kom að skriflegur samningur liggur fyrir við yngra stig Hjallastefnunnar (Barnaskóla Hjallastefnunnar) frá 10. júní 2008. Þar kemur fram að fyrir hvert barn skuli Garðabær greiða sem nemur 100% framlagi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, sbr. 56. gr. grunnskólalaga, en þó aldrei hærra framlag en meðaltal heildarrekstrarkostnaðar grunnskóla Garðabæjar. Á árinu 2012 greiddi bærinn Barnaskóla Hjallastefnunnar kr. 1.294.020 fyrir hvern nemanda, eða sem nam meðaltali heildarrekstrarkostnaðar þriggja grunnskóla í Garðabæ (Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla), enda var framlag skv. Hagstofu hærra, eða kr. 1.411.487. Óheimilt hjá bæjarskólum Þar sem útreikningurinn miðast við heildarrekstrarkostnað bæjarreknu skólanna fær Barnaskóli Hjallastefnunnar greitt sem nemur kennslukostnaði á barn auk meðaltals húsnæðiskostnaðar grunnskólanna. Mismunandi nýtingarhlutfall bæjarreknu skólanna verður til þess að hækka húsnæðiskostnað á nemanda í bæjarskólunum. Þannig nemur húsnæðiskostnaður á barn um 200 þúsund kr. á ársgrundvelli í Hofsstaðaskóla, um 500 þúsund kr. á barn í Flataskóla, um 900 þúsund kr. á barn í Sjálandsskóla en einungis um 60 þúsund kr. á barn í Barnaskóla Hjallastefnunnar (samkvæmt framlögðum gögnum frá Garðabæ um heildarhúsnæðiskostnað skólans). Hjallastefnan fær því greiddan húsnæðiskostnað langt umfram raunkostnað. Auk þess nýtur hann heimilda til styrkja úr fleiri áttum en frá bæjarfélaginu en slíkt er óheimilt hjá bæjarskólunum. Í svörum Garðabæjar til FÓLKSINS- í bænum varðandi samninga við einkaskóla kom í ljós að ekki lá fyrir skriflegur samningur við Hjallastefnuna um miðstigið. Fram kom að stuðst hefði verið við munnlegt samkomulag um greiðslu 75% framlags miðað við landsmeðaltal af kostnaði við rekstur grunnskóla á miðstigi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, sem er sama framlag og Alþjóðaskólinn fær með börnum sem búa í Garðabæ. Sjálfstæðismenn hafa nú ákveðið að hækka framlag til miðstigs Hjallastefnunnar en ekki verða hækkuð framlög til annarra skóla. Með framangreindri ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um aukin framlög til Hjallastefnunnar er ýtt undir ójafnræði milli grunnskóla bæjarins. Bæta þyrfti 3-400 milljónum króna í rekstur bæjarreknu grunnskólanna í Garðabæ á ársgrundvelli til að tryggja þeim sama rekstrargrundvöll og Garðabær tryggir grunnskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Tillögu hafnað FÓLKIÐ – í bænum lagði fram tillögu um leiðréttingu á þessu ójafnræði í bæjarstjórn í desember en henni var hafnað. Jafnframt lagði FÓLKIÐ – í bænum fram á bæjarstjórnarfundi í október tillögu um að stofnaður yrði vinnuhópur sem markaði heildræna sýn skólamála í Garðabæ þar sem gætt væri meðal annars að hugmyndaauðgi í uppbyggingu skólastarfsins, eflingu sérgreinakennslu og skoðaðir möguleikar til hámarksnýtingar húsnæðis skólanna. Þannig mætti tryggja að samhliða öflugu skólastarfi í bænum væri útsvarstekjum bæjarins varið á sem skynsamlegastan hátt. FÓLKIÐ – í bænum telur eðlilegt af meirihlutans hálfu að slík rýni fari fram áður en lagðar eru til meiriháttar hækkanir á framlögum til Barnaskóla Hjallastefnunnar. Þannig megi koma í veg fyrir orðróm um spillingu hjá meirihlutanum þar sem forseti bæjarstjórnar er jafnframt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Stjórnvöld í Garðabæ verða að skilja þá meginforsendu að þau eru kosin til starfa til að þjónusta og hámarka hag hins almenna íbúa Garðabæjar. Allt of oft virðast því miður pólitískir hagsmunir spila stórt hlutverk í ákvörðunartöku og aðgerðum meirihlutans sem bæjarstjóri að sjálfsögðu tilheyrir. Framlög til einstakra skóla í Garðabæ 2012 Flataskóli Hofsstaðaskóli Sjálandsskóli Garðaskóli Hjallaskóli (1.-4.) Hjallaskóli (5.-7.) Alþjóðaskólinn Fjöldi barna 234 450 245 394 134 92 23 Kennslukostn. á barn 1.022.121 793.162 957.268 904.851 1.294.020 1.058.615 1.058.615 Kennslukostn. m/húsn. 1.511.688 996.921 1.856.560 1.186.178 1.294.020 1.058.615 1.058.615
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun