Af hverju fær Hjallastefna hærri framlög? 29. janúar 2013 06:00 Í rekstri bæjarfélags er mikilvægt að gætt sé jafnræðis við niðurgreiðslu á þjónustu til einstakra hópa. Þannig verður að tryggja jafnræðissjónarmið að baki frjálsu vali um grunnskóla, það er að segja að bæjarreknir jafnt sem einkareknir leik- og grunnskólar búi við sams konar rekstrarskilyrði. Með framangreint í huga og í kjölfar ákvörðunar bæjaryfirvalda um hækkun framlaga til miðstigs Barnaskóla Hjallastefnunnar (Vífilsskóla) óskaði FÓLKIÐ – í bænum eftir útreikningum á framlagi Garðabæjar með hverju barni í leik- og grunnskólum Garðabæjar, bæjarreknum skólum og einkareknum. Einnig var óskað eftir afritum af samningum bæjarins við einkarekna skóla. Í ljós kom að skriflegur samningur liggur fyrir við yngra stig Hjallastefnunnar (Barnaskóla Hjallastefnunnar) frá 10. júní 2008. Þar kemur fram að fyrir hvert barn skuli Garðabær greiða sem nemur 100% framlagi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, sbr. 56. gr. grunnskólalaga, en þó aldrei hærra framlag en meðaltal heildarrekstrarkostnaðar grunnskóla Garðabæjar. Á árinu 2012 greiddi bærinn Barnaskóla Hjallastefnunnar kr. 1.294.020 fyrir hvern nemanda, eða sem nam meðaltali heildarrekstrarkostnaðar þriggja grunnskóla í Garðabæ (Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla), enda var framlag skv. Hagstofu hærra, eða kr. 1.411.487. Óheimilt hjá bæjarskólum Þar sem útreikningurinn miðast við heildarrekstrarkostnað bæjarreknu skólanna fær Barnaskóli Hjallastefnunnar greitt sem nemur kennslukostnaði á barn auk meðaltals húsnæðiskostnaðar grunnskólanna. Mismunandi nýtingarhlutfall bæjarreknu skólanna verður til þess að hækka húsnæðiskostnað á nemanda í bæjarskólunum. Þannig nemur húsnæðiskostnaður á barn um 200 þúsund kr. á ársgrundvelli í Hofsstaðaskóla, um 500 þúsund kr. á barn í Flataskóla, um 900 þúsund kr. á barn í Sjálandsskóla en einungis um 60 þúsund kr. á barn í Barnaskóla Hjallastefnunnar (samkvæmt framlögðum gögnum frá Garðabæ um heildarhúsnæðiskostnað skólans). Hjallastefnan fær því greiddan húsnæðiskostnað langt umfram raunkostnað. Auk þess nýtur hann heimilda til styrkja úr fleiri áttum en frá bæjarfélaginu en slíkt er óheimilt hjá bæjarskólunum. Í svörum Garðabæjar til FÓLKSINS- í bænum varðandi samninga við einkaskóla kom í ljós að ekki lá fyrir skriflegur samningur við Hjallastefnuna um miðstigið. Fram kom að stuðst hefði verið við munnlegt samkomulag um greiðslu 75% framlags miðað við landsmeðaltal af kostnaði við rekstur grunnskóla á miðstigi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, sem er sama framlag og Alþjóðaskólinn fær með börnum sem búa í Garðabæ. Sjálfstæðismenn hafa nú ákveðið að hækka framlag til miðstigs Hjallastefnunnar en ekki verða hækkuð framlög til annarra skóla. Með framangreindri ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um aukin framlög til Hjallastefnunnar er ýtt undir ójafnræði milli grunnskóla bæjarins. Bæta þyrfti 3-400 milljónum króna í rekstur bæjarreknu grunnskólanna í Garðabæ á ársgrundvelli til að tryggja þeim sama rekstrargrundvöll og Garðabær tryggir grunnskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Tillögu hafnað FÓLKIÐ – í bænum lagði fram tillögu um leiðréttingu á þessu ójafnræði í bæjarstjórn í desember en henni var hafnað. Jafnframt lagði FÓLKIÐ – í bænum fram á bæjarstjórnarfundi í október tillögu um að stofnaður yrði vinnuhópur sem markaði heildræna sýn skólamála í Garðabæ þar sem gætt væri meðal annars að hugmyndaauðgi í uppbyggingu skólastarfsins, eflingu sérgreinakennslu og skoðaðir möguleikar til hámarksnýtingar húsnæðis skólanna. Þannig mætti tryggja að samhliða öflugu skólastarfi í bænum væri útsvarstekjum bæjarins varið á sem skynsamlegastan hátt. FÓLKIÐ – í bænum telur eðlilegt af meirihlutans hálfu að slík rýni fari fram áður en lagðar eru til meiriháttar hækkanir á framlögum til Barnaskóla Hjallastefnunnar. Þannig megi koma í veg fyrir orðróm um spillingu hjá meirihlutanum þar sem forseti bæjarstjórnar er jafnframt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Stjórnvöld í Garðabæ verða að skilja þá meginforsendu að þau eru kosin til starfa til að þjónusta og hámarka hag hins almenna íbúa Garðabæjar. Allt of oft virðast því miður pólitískir hagsmunir spila stórt hlutverk í ákvörðunartöku og aðgerðum meirihlutans sem bæjarstjóri að sjálfsögðu tilheyrir. Framlög til einstakra skóla í Garðabæ 2012 Flataskóli Hofsstaðaskóli Sjálandsskóli Garðaskóli Hjallaskóli (1.-4.) Hjallaskóli (5.-7.) Alþjóðaskólinn Fjöldi barna 234 450 245 394 134 92 23 Kennslukostn. á barn 1.022.121 793.162 957.268 904.851 1.294.020 1.058.615 1.058.615 Kennslukostn. m/húsn. 1.511.688 996.921 1.856.560 1.186.178 1.294.020 1.058.615 1.058.615 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í rekstri bæjarfélags er mikilvægt að gætt sé jafnræðis við niðurgreiðslu á þjónustu til einstakra hópa. Þannig verður að tryggja jafnræðissjónarmið að baki frjálsu vali um grunnskóla, það er að segja að bæjarreknir jafnt sem einkareknir leik- og grunnskólar búi við sams konar rekstrarskilyrði. Með framangreint í huga og í kjölfar ákvörðunar bæjaryfirvalda um hækkun framlaga til miðstigs Barnaskóla Hjallastefnunnar (Vífilsskóla) óskaði FÓLKIÐ – í bænum eftir útreikningum á framlagi Garðabæjar með hverju barni í leik- og grunnskólum Garðabæjar, bæjarreknum skólum og einkareknum. Einnig var óskað eftir afritum af samningum bæjarins við einkarekna skóla. Í ljós kom að skriflegur samningur liggur fyrir við yngra stig Hjallastefnunnar (Barnaskóla Hjallastefnunnar) frá 10. júní 2008. Þar kemur fram að fyrir hvert barn skuli Garðabær greiða sem nemur 100% framlagi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, sbr. 56. gr. grunnskólalaga, en þó aldrei hærra framlag en meðaltal heildarrekstrarkostnaðar grunnskóla Garðabæjar. Á árinu 2012 greiddi bærinn Barnaskóla Hjallastefnunnar kr. 1.294.020 fyrir hvern nemanda, eða sem nam meðaltali heildarrekstrarkostnaðar þriggja grunnskóla í Garðabæ (Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla), enda var framlag skv. Hagstofu hærra, eða kr. 1.411.487. Óheimilt hjá bæjarskólum Þar sem útreikningurinn miðast við heildarrekstrarkostnað bæjarreknu skólanna fær Barnaskóli Hjallastefnunnar greitt sem nemur kennslukostnaði á barn auk meðaltals húsnæðiskostnaðar grunnskólanna. Mismunandi nýtingarhlutfall bæjarreknu skólanna verður til þess að hækka húsnæðiskostnað á nemanda í bæjarskólunum. Þannig nemur húsnæðiskostnaður á barn um 200 þúsund kr. á ársgrundvelli í Hofsstaðaskóla, um 500 þúsund kr. á barn í Flataskóla, um 900 þúsund kr. á barn í Sjálandsskóla en einungis um 60 þúsund kr. á barn í Barnaskóla Hjallastefnunnar (samkvæmt framlögðum gögnum frá Garðabæ um heildarhúsnæðiskostnað skólans). Hjallastefnan fær því greiddan húsnæðiskostnað langt umfram raunkostnað. Auk þess nýtur hann heimilda til styrkja úr fleiri áttum en frá bæjarfélaginu en slíkt er óheimilt hjá bæjarskólunum. Í svörum Garðabæjar til FÓLKSINS- í bænum varðandi samninga við einkaskóla kom í ljós að ekki lá fyrir skriflegur samningur við Hjallastefnuna um miðstigið. Fram kom að stuðst hefði verið við munnlegt samkomulag um greiðslu 75% framlags miðað við landsmeðaltal af kostnaði við rekstur grunnskóla á miðstigi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, sem er sama framlag og Alþjóðaskólinn fær með börnum sem búa í Garðabæ. Sjálfstæðismenn hafa nú ákveðið að hækka framlag til miðstigs Hjallastefnunnar en ekki verða hækkuð framlög til annarra skóla. Með framangreindri ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um aukin framlög til Hjallastefnunnar er ýtt undir ójafnræði milli grunnskóla bæjarins. Bæta þyrfti 3-400 milljónum króna í rekstur bæjarreknu grunnskólanna í Garðabæ á ársgrundvelli til að tryggja þeim sama rekstrargrundvöll og Garðabær tryggir grunnskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Tillögu hafnað FÓLKIÐ – í bænum lagði fram tillögu um leiðréttingu á þessu ójafnræði í bæjarstjórn í desember en henni var hafnað. Jafnframt lagði FÓLKIÐ – í bænum fram á bæjarstjórnarfundi í október tillögu um að stofnaður yrði vinnuhópur sem markaði heildræna sýn skólamála í Garðabæ þar sem gætt væri meðal annars að hugmyndaauðgi í uppbyggingu skólastarfsins, eflingu sérgreinakennslu og skoðaðir möguleikar til hámarksnýtingar húsnæðis skólanna. Þannig mætti tryggja að samhliða öflugu skólastarfi í bænum væri útsvarstekjum bæjarins varið á sem skynsamlegastan hátt. FÓLKIÐ – í bænum telur eðlilegt af meirihlutans hálfu að slík rýni fari fram áður en lagðar eru til meiriháttar hækkanir á framlögum til Barnaskóla Hjallastefnunnar. Þannig megi koma í veg fyrir orðróm um spillingu hjá meirihlutanum þar sem forseti bæjarstjórnar er jafnframt framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Stjórnvöld í Garðabæ verða að skilja þá meginforsendu að þau eru kosin til starfa til að þjónusta og hámarka hag hins almenna íbúa Garðabæjar. Allt of oft virðast því miður pólitískir hagsmunir spila stórt hlutverk í ákvörðunartöku og aðgerðum meirihlutans sem bæjarstjóri að sjálfsögðu tilheyrir. Framlög til einstakra skóla í Garðabæ 2012 Flataskóli Hofsstaðaskóli Sjálandsskóli Garðaskóli Hjallaskóli (1.-4.) Hjallaskóli (5.-7.) Alþjóðaskólinn Fjöldi barna 234 450 245 394 134 92 23 Kennslukostn. á barn 1.022.121 793.162 957.268 904.851 1.294.020 1.058.615 1.058.615 Kennslukostn. m/húsn. 1.511.688 996.921 1.856.560 1.186.178 1.294.020 1.058.615 1.058.615
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun