Enski boltinn

AC Milan búið að kaupa Balotelli

Balotelli hefur lokið keppni í enska boltanum.
Balotelli hefur lokið keppni í enska boltanum.
Það er búið að ræða um það í allt ár að Mario Balotelli væri á leið til AC Milan en alltaf hefur þeim sögusögnum verið neitað. Þeim sögusögnum verður ekki neitað lengur því Milan er búið að kaupa Balotelli frá Man. City.

Milan greiðir 20 milljónir punda fyrir framherjann og verður kaupverðið greitt á næstu fimm árum samkvæmt erlendum fjölmiðlum.

Balotelli mun skrifa undir fjögurra ára samning og taka á sig launalækkun en hann var með 110 þúsund pund á viku hjá City.

Leikmaðurinn spilar ekki með Man. City gegn QPR í kvöld en hann er sagður hafa farið með einkaþotu frá London til Mílanó fyrr í dag til þess að skrifa undir samninginn.

Uppfært kl. 16.44: Balotelli kemur til Mílanó á morgun. Fer í læknisskoðun og skrifar svo undir samning til ársins 2017. AC Milan hefur staðfest þessar fréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×