Enski boltinn

Ég er enginn bjáni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anders Lindegaard segir að staða hans hjá Manchester United sé engin draumastaða. Hann reynir þó að líta á björtu hliðarnar.

Lindegaard hefur lítið fengið að spila á tímabilinu þar sem að David de Gea hefur að mestu einokað markvarðastöðuna hjá United að undanförnu.

„Ég er fyrstur til að viðurkenna að staða mín er ekki góð. En stundum snýst þetta um að líta á hlutina í stærra samhengi," sagði Lindegaard.

„Ég er enginn bjáni. Ég veit að þetta er ekki draumastaðan. En ég geri mitt besta á hverjum degi til að halda mér á tánum, bæði fyrir mig og liðið mitt."

„David hefur spilað mjög vel síðan í desember og liðið gæti verið að ná sögulegum árangri á tímabilinu. Vandamálið mitt er smávægilegt í þessum samanburði."

Manchester United mætir grönnum sínum í City á mánudagskvöldið og ekki útlit fyrir annað en að Lindegaard verði á bekknum þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×