Átta forstöðumenn ríkisstofnana hefðu átt að fá áminningar í fyrra Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. júlí 2013 18:30 Ekki er hægt að segja upp forstöðumönnum ríkisstofnana sem fara ítrekað fram úr fjárheimildum án áminningar, en sömu ríkisstofnanirnar fara ítrekað fram úr heimildum. Átta ríkisforstjórar hefðu átt að fá áminningar í fyrra ef ráðherrar hefðu fylgt lagabókstafnum. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga leiðir í ljós að sömu ríkisstofnanir fara ítrekað fram úr fjárheimildum. Í skýrslu stofnunarinnar segir: „17 fjárlagaliðir sem voru með 4% eða meiri halla bæði í byrjun og lok árs, héldu áfram að bæta við hallann. Þrátt fyrir að veikleiki í starfsemi þessara aðila væri þekktur í byrjun árs var ekki gripið til ráðstafana sem dugðu til þess að vinna bug á áframhaldandi halla.“ Þetta eru Landbúnaðarháskóli Íslands, Hólaskói, Flensborgarskóli, Sýslumaðurinn í Borgarnesi, Sýslumaðurinn á Selfossi, Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær fer um þriðjungur fjárlagaliða fram úr fjárheimildum. Þykir það býsna hátt hlutfall. Ekki er í öllum tilvikum um stofnanir að ræða, en til að setja hlutina í samhengi er þetta ígildi þess að ein af hverjum þremur stofnunum eyði meiri peningum en henni er úthlutað í fjárlögum.Þurfa að hafa frjálsari hendur við uppsagnir í hagræðingarskyni Eitt vandamál sem tengist rekstri ríkisstofnana er að forstöðumenn þeirra hafa ekki frjálsar hendur um hagræðingu þegar í harðbakkann slær. Þannig setja lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ákveðin takmörk fyrir uppsögnum. Ekki er hægt að segja upp ríkisstarfsmönnum án skýringar og þá þarf viðkomandi starfsmaður að hafa áður fengið áminningu sem reist er á sömu ástæðu og uppsögnin. Þessi regla kemur fram í 44. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, segir að gera þurfi forstöðumönnum stofnana kleift að fækka ríkisstarfsmönnum í hagræðingarskyni. „Jú, það er alveg rétt. Það gilda mjög strangar reglur sem starfsmannalögin leggja á herðar forstöðumönnum stofnana þegar þarf að fækka starfsmönnum." Sveinn segir að sterkasta úrræðið sem ríkisvaldið hafi til að hagræða sé lækkun launakostnaðar. „Ef að ekki er hægt að draga saman seglin í öðrum rekstrarkostnaði þá er launakostnaðurinn sá sem skiptir mestu máli hjá allflestum stofnunum og er kannski frá 70-80 prósentum af heildarútgjöldum. Þá er ekki um annað að ræða en að fækka starfsmönnum," segir Sveinn Arason.Vandinn er pólitískur því ráðherrar forðast óvinsælar ákvarðanir Vandinn er líka pólitískur því margir ráðherrar, sem lifa fyrir vinsældir almennings og samferðamanna sinna, forðast eins og heitan eldinn að taka óvinsælar ákvarðanir eins og að veita forstöðumönnum stofnana áminningu. Ef ráðherrar hefðu fylgt lögum hefðu átta forstöðumenn ríkisstofnana fengið áminningu fyrir slælegan rekstur í fyrra, þeirra stofnana sem að framan voru raktar, en það gerðist ekki. Aðhaldið er því lítið sem ekkert.Hvað eiga stjórnvöld að gera til að stuðla að auknum aga í rekstri stofnana sem fara ítrekað fram úr fjárheimildum? „Aftur komum við að starfsmannalögunum. Það er viss ábyrgð sem forstöðumenn undirgangast þegar þeir taka að sér þetta embætti, að stýra ákveðinni stofnun. Þeir eru náttúrulega ábyrgir fyrir því að reka stofnanir í samræmi við þær fjárveitingar sem þær hafa og þegar það gengur ekki eftir þá hafa þeir brotið þann þátt í lögunum sem felst í því að reka stofnunina umfram fjárheimildir," segir Sveinn.Ákveðnar takmarkanir á áminningum Þess skal getið að stjórnsýslulögin girða fyrir fyrirvaralausar áminningar. Þannig þarf að fylgja þeim rökstuðningur og þá þarf forstöðumaður viðkomandi stofnunar að fá notið þess andmælaréttar sem honum er tryggður samkvæmt stjórnsýslulögum. Það er því ekki hlaupið að því áminna menn, en ítrekaður hallarekstur ætti að hringja ákveðnum viðvörunarbjöllum. Aðspurður um ábyrgðina segir Sveinn Arason að ráðherrar verði að fylgja lagabókstafnum og veita forstöðumönnum áminningu ef þeir fara ítrekað fram úr fjárheimildum. „Við höfum lagt áherslu á að það þyrfti að fylgja þessu miklu betur eftir, þ.e að beita áminningum og (....) ef það gengur ekki að láta viðkomandi fara," segir Sveinn og á þar við starfslok viðkomandi forstöðumanns. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Ekki er hægt að segja upp forstöðumönnum ríkisstofnana sem fara ítrekað fram úr fjárheimildum án áminningar, en sömu ríkisstofnanirnar fara ítrekað fram úr heimildum. Átta ríkisforstjórar hefðu átt að fá áminningar í fyrra ef ráðherrar hefðu fylgt lagabókstafnum. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga leiðir í ljós að sömu ríkisstofnanir fara ítrekað fram úr fjárheimildum. Í skýrslu stofnunarinnar segir: „17 fjárlagaliðir sem voru með 4% eða meiri halla bæði í byrjun og lok árs, héldu áfram að bæta við hallann. Þrátt fyrir að veikleiki í starfsemi þessara aðila væri þekktur í byrjun árs var ekki gripið til ráðstafana sem dugðu til þess að vinna bug á áframhaldandi halla.“ Þetta eru Landbúnaðarháskóli Íslands, Hólaskói, Flensborgarskóli, Sýslumaðurinn í Borgarnesi, Sýslumaðurinn á Selfossi, Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær fer um þriðjungur fjárlagaliða fram úr fjárheimildum. Þykir það býsna hátt hlutfall. Ekki er í öllum tilvikum um stofnanir að ræða, en til að setja hlutina í samhengi er þetta ígildi þess að ein af hverjum þremur stofnunum eyði meiri peningum en henni er úthlutað í fjárlögum.Þurfa að hafa frjálsari hendur við uppsagnir í hagræðingarskyni Eitt vandamál sem tengist rekstri ríkisstofnana er að forstöðumenn þeirra hafa ekki frjálsar hendur um hagræðingu þegar í harðbakkann slær. Þannig setja lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ákveðin takmörk fyrir uppsögnum. Ekki er hægt að segja upp ríkisstarfsmönnum án skýringar og þá þarf viðkomandi starfsmaður að hafa áður fengið áminningu sem reist er á sömu ástæðu og uppsögnin. Þessi regla kemur fram í 44. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, segir að gera þurfi forstöðumönnum stofnana kleift að fækka ríkisstarfsmönnum í hagræðingarskyni. „Jú, það er alveg rétt. Það gilda mjög strangar reglur sem starfsmannalögin leggja á herðar forstöðumönnum stofnana þegar þarf að fækka starfsmönnum." Sveinn segir að sterkasta úrræðið sem ríkisvaldið hafi til að hagræða sé lækkun launakostnaðar. „Ef að ekki er hægt að draga saman seglin í öðrum rekstrarkostnaði þá er launakostnaðurinn sá sem skiptir mestu máli hjá allflestum stofnunum og er kannski frá 70-80 prósentum af heildarútgjöldum. Þá er ekki um annað að ræða en að fækka starfsmönnum," segir Sveinn Arason.Vandinn er pólitískur því ráðherrar forðast óvinsælar ákvarðanir Vandinn er líka pólitískur því margir ráðherrar, sem lifa fyrir vinsældir almennings og samferðamanna sinna, forðast eins og heitan eldinn að taka óvinsælar ákvarðanir eins og að veita forstöðumönnum stofnana áminningu. Ef ráðherrar hefðu fylgt lögum hefðu átta forstöðumenn ríkisstofnana fengið áminningu fyrir slælegan rekstur í fyrra, þeirra stofnana sem að framan voru raktar, en það gerðist ekki. Aðhaldið er því lítið sem ekkert.Hvað eiga stjórnvöld að gera til að stuðla að auknum aga í rekstri stofnana sem fara ítrekað fram úr fjárheimildum? „Aftur komum við að starfsmannalögunum. Það er viss ábyrgð sem forstöðumenn undirgangast þegar þeir taka að sér þetta embætti, að stýra ákveðinni stofnun. Þeir eru náttúrulega ábyrgir fyrir því að reka stofnanir í samræmi við þær fjárveitingar sem þær hafa og þegar það gengur ekki eftir þá hafa þeir brotið þann þátt í lögunum sem felst í því að reka stofnunina umfram fjárheimildir," segir Sveinn.Ákveðnar takmarkanir á áminningum Þess skal getið að stjórnsýslulögin girða fyrir fyrirvaralausar áminningar. Þannig þarf að fylgja þeim rökstuðningur og þá þarf forstöðumaður viðkomandi stofnunar að fá notið þess andmælaréttar sem honum er tryggður samkvæmt stjórnsýslulögum. Það er því ekki hlaupið að því áminna menn, en ítrekaður hallarekstur ætti að hringja ákveðnum viðvörunarbjöllum. Aðspurður um ábyrgðina segir Sveinn Arason að ráðherrar verði að fylgja lagabókstafnum og veita forstöðumönnum áminningu ef þeir fara ítrekað fram úr fjárheimildum. „Við höfum lagt áherslu á að það þyrfti að fylgja þessu miklu betur eftir, þ.e að beita áminningum og (....) ef það gengur ekki að láta viðkomandi fara," segir Sveinn og á þar við starfslok viðkomandi forstöðumanns.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira