Veðurfræðingur stakk upp á mannfórnum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. júlí 2013 11:22 Sólarsinnarnir höfðu fengið sig fullsadda af rigningarsudda. mynd/Loftur Ásgeirsson „Sú krafa skal undanbragðalaust sett hér fram að sólin fari tafarlaust að skína á allt landið og miðin.“ Svo mælti Agnar Guðnason, þáverandi blaðafulltrúi bændasamtakanna, á fjölmennum mótmælafundi við Veðurstofuna þann 22. júlí 1983. „Jafnframt er sú krafa gerð að Veðurstofan verði seld suður til Sahara því að þar má að skaðlausu rigna í nokkra mánuði samfellt,“ bætti Agnar við, en tilefni mótmælanna var mikil vætutíð í júní og júlí sem svokölluð Samtök sólarsinna höfðu fengið nóg af. „Það stytti ekki upp í heilan mánuð,“ segir Agnar í samtali við Vísi, sem ætlar þó ekki að standa fyrir mótmælum þetta sumarið þrátt fyrir mikið votviðri. „Nei það voru aðrir sem stóðu fyrir mótmælunum og fengu mig til að mæta og segja nokkur orð sem starfsmaður bændasamtakanna.“ Agnar segist ekki hafa trúað mikið á mótmælin, enda hafi þau aðallega verið til gamans gerð. „Það hélt líka áfram að rigna, þó aðeins hafi dregið úr.“ „Þetta var skipulagt af blaðamönnum á DV sem bjuggu til mótmælaspjöldin,“ segir Sigurður G. Valgeirsson sem var umsjónarmaður helgarblaðsins á þeim tíma. „Ég hafði - eins og ég man þetta - frumkvæði að þessu og fékk náttúrlega þessa fínu grein í helgarblaðið um málið. Við fórum svo einhver af blaðinu og ég var búinn að semja við bæjarvinnunna um að fá "mótmælendur" þaðan."Agnar Guðnason hélt ræðu og afhenti svo Flosa Sigurðssyni veðurfræðingi sólríkt veðurkort fyrir hönd sólarsinnanna.Mannfórnir næsta skref Slagorð á borð við „Ætlar Veðurstofan að láta snjóa í ágúst?“, „Vísitölubindum sólarstundirnar,“ og „Hvar eru gömlu loforðin, Trausti?“ mátti lesa á mótmælaskiltum sólarsinnanna. Var þar vísað til veðurfræðingsins Trausta Jónssonar sem sagði í samtali við Tímann í ágúst sama ár að ekki væri annað sjáanlegt í veðurspánni en rigningarsuddi og leiðindaveður sunnanlands. „Ef til vill verður næsta skrefið það að setja á svið fórnarathöfn hér við Veðurstofuna til að þóknast veðurguðunum,“ sagði Trausti og fullyrti hann að ekki dygði minna en að veðurfræðingarnir köstuðu sér fram af húsinu til að milda guðina. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
„Sú krafa skal undanbragðalaust sett hér fram að sólin fari tafarlaust að skína á allt landið og miðin.“ Svo mælti Agnar Guðnason, þáverandi blaðafulltrúi bændasamtakanna, á fjölmennum mótmælafundi við Veðurstofuna þann 22. júlí 1983. „Jafnframt er sú krafa gerð að Veðurstofan verði seld suður til Sahara því að þar má að skaðlausu rigna í nokkra mánuði samfellt,“ bætti Agnar við, en tilefni mótmælanna var mikil vætutíð í júní og júlí sem svokölluð Samtök sólarsinna höfðu fengið nóg af. „Það stytti ekki upp í heilan mánuð,“ segir Agnar í samtali við Vísi, sem ætlar þó ekki að standa fyrir mótmælum þetta sumarið þrátt fyrir mikið votviðri. „Nei það voru aðrir sem stóðu fyrir mótmælunum og fengu mig til að mæta og segja nokkur orð sem starfsmaður bændasamtakanna.“ Agnar segist ekki hafa trúað mikið á mótmælin, enda hafi þau aðallega verið til gamans gerð. „Það hélt líka áfram að rigna, þó aðeins hafi dregið úr.“ „Þetta var skipulagt af blaðamönnum á DV sem bjuggu til mótmælaspjöldin,“ segir Sigurður G. Valgeirsson sem var umsjónarmaður helgarblaðsins á þeim tíma. „Ég hafði - eins og ég man þetta - frumkvæði að þessu og fékk náttúrlega þessa fínu grein í helgarblaðið um málið. Við fórum svo einhver af blaðinu og ég var búinn að semja við bæjarvinnunna um að fá "mótmælendur" þaðan."Agnar Guðnason hélt ræðu og afhenti svo Flosa Sigurðssyni veðurfræðingi sólríkt veðurkort fyrir hönd sólarsinnanna.Mannfórnir næsta skref Slagorð á borð við „Ætlar Veðurstofan að láta snjóa í ágúst?“, „Vísitölubindum sólarstundirnar,“ og „Hvar eru gömlu loforðin, Trausti?“ mátti lesa á mótmælaskiltum sólarsinnanna. Var þar vísað til veðurfræðingsins Trausta Jónssonar sem sagði í samtali við Tímann í ágúst sama ár að ekki væri annað sjáanlegt í veðurspánni en rigningarsuddi og leiðindaveður sunnanlands. „Ef til vill verður næsta skrefið það að setja á svið fórnarathöfn hér við Veðurstofuna til að þóknast veðurguðunum,“ sagði Trausti og fullyrti hann að ekki dygði minna en að veðurfræðingarnir köstuðu sér fram af húsinu til að milda guðina.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira