Fótbolti

Íslendingaslagur í úrslitum bikarsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Smárason.
Arnór Smárason. Nordic Photos / Getty Images
Arnór Smárason spilaði allan leikinn þegar að Esbjerg hafði betur gegn Bröndby, 3-1, í framlengdum undanúrslitaleik dönsku bikarkeppninnar.

Þetta var síðari leikur liðanna í undanúrslitunum en þeim fyrri lauk með 1-1 jafntefli. Bröndby komst svo yfir í kvöld en Esbjerg náði að jafna skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma.

Bröndby skoraði svo tvívegis í framlengingunni og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum.

Þar með er ljóst að það verður Íslendingaslagur í úrslitaleik bikarsins á Parken þann 9. maí næstkomandi.

Í gær náði Randers að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum með 4-2 samanlögðum sigri á Horsens. Theodór Elmar Bjarnason og Elfar Freyr Helgason eru á mála hjá Randers.

Esbjerg og Randers áttu einmitt við í dönsku deildinni um helgina en þá skoraði Arnór tvö mörk í 4-0 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×