Lögreglan vann þrekvirki Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. október 2013 22:13 „Lögreglumenn sem stóðu vaktina í Búsáhaldabyltingunni unnu þrekvirki." Þetta segir félagsfræðingur við Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður úr viðtölum sínum við lögreglumenn sem voru við Alþingi á haustmánuðum ársins 2008. Stilling lögreglunnar varð til þess að ekki fór verr. Búsáhaldabyltingin var einstakur atburður í íslenskri sögu. Lengd mótmælanna, fjöldi þátttakenda og átökin eiga sér enga hliðstæðu. Í alþjóðlegu samhengi voru mótmælin merkilega fyrir ýmsar sakir, ekki síst fyrir það hversu lítið ofbeldi tengdist þeim, þó svo að flestir þættir sem ýta undir ofbeldi hafi verið til staðar. Ingólfur Gíslason, félagsfræðingur, hefur rýnt í ástæðurnar fyrir þessu. Hann hefur rætt við lögreglumenn sem stóðu vaktina fyrir utan Alþingi haustið 2008 og birti niðurstöður sínar í dag í Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindastofnunar. „Niðurstöðurnar gefa til kynna að aðferðir lögreglunnar í mannfjöldastjórnun, þar sem einstaka lögreglumenn hurfu í sjálfa liðsheildina, sé meginástæðan fyrir því að ekki fór verr. Við það bætist að lögreglumennirnir höfðu verulega samúð með mótmælendum, margir hverjir í sömu sporum og þeir sem sáu lán sín rjúka upp úr öllu valdi.“ „Þrátt fyrir umhverfisþætti sem hefðu átt að stuðla að meira ofbeldi þá átti það sér ekki að stað. Þarna var gífurlegur hiti og óþægindi. Lögreglumennirnir voru í 30 kílóa brynjum, sveittir og með sár eftir brynjurnar. Þessi mikli mannfjöldi og stöðugar ögranir — allt hefði þetta átt að stuðla að meira ofbeldi,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að lögreglan hafi unnið mikið þrekvirki í byltingunni. Það komi ekki á óvart að lögreglan sé sú stofnun sem njóti mests trausts meðal almennings. „Það sem að minnstu munaði að allt færi á versta veg var árásin á lögreglustöðina, 22. nóvember. Þar voru lögreglumennirnir líka að gagnrýna þessa friðsemdarlínu sem yfirstjórnin lagði. Þeir hefðu viljað að gasi yrði beitt og þarna hefði fólk einfaldlega verið handleggsbrotið.“ „Ef að almenningur hefði upplifað það að lögreglan væri hreinlega hluti af eða gengin í lið með þessu siðspillta liði þá hefði það getað orðið neistinn hefði kveikt í púðurtunnunni.“ Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Lögreglumenn sem stóðu vaktina í Búsáhaldabyltingunni unnu þrekvirki." Þetta segir félagsfræðingur við Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður úr viðtölum sínum við lögreglumenn sem voru við Alþingi á haustmánuðum ársins 2008. Stilling lögreglunnar varð til þess að ekki fór verr. Búsáhaldabyltingin var einstakur atburður í íslenskri sögu. Lengd mótmælanna, fjöldi þátttakenda og átökin eiga sér enga hliðstæðu. Í alþjóðlegu samhengi voru mótmælin merkilega fyrir ýmsar sakir, ekki síst fyrir það hversu lítið ofbeldi tengdist þeim, þó svo að flestir þættir sem ýta undir ofbeldi hafi verið til staðar. Ingólfur Gíslason, félagsfræðingur, hefur rýnt í ástæðurnar fyrir þessu. Hann hefur rætt við lögreglumenn sem stóðu vaktina fyrir utan Alþingi haustið 2008 og birti niðurstöður sínar í dag í Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindastofnunar. „Niðurstöðurnar gefa til kynna að aðferðir lögreglunnar í mannfjöldastjórnun, þar sem einstaka lögreglumenn hurfu í sjálfa liðsheildina, sé meginástæðan fyrir því að ekki fór verr. Við það bætist að lögreglumennirnir höfðu verulega samúð með mótmælendum, margir hverjir í sömu sporum og þeir sem sáu lán sín rjúka upp úr öllu valdi.“ „Þrátt fyrir umhverfisþætti sem hefðu átt að stuðla að meira ofbeldi þá átti það sér ekki að stað. Þarna var gífurlegur hiti og óþægindi. Lögreglumennirnir voru í 30 kílóa brynjum, sveittir og með sár eftir brynjurnar. Þessi mikli mannfjöldi og stöðugar ögranir — allt hefði þetta átt að stuðla að meira ofbeldi,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að lögreglan hafi unnið mikið þrekvirki í byltingunni. Það komi ekki á óvart að lögreglan sé sú stofnun sem njóti mests trausts meðal almennings. „Það sem að minnstu munaði að allt færi á versta veg var árásin á lögreglustöðina, 22. nóvember. Þar voru lögreglumennirnir líka að gagnrýna þessa friðsemdarlínu sem yfirstjórnin lagði. Þeir hefðu viljað að gasi yrði beitt og þarna hefði fólk einfaldlega verið handleggsbrotið.“ „Ef að almenningur hefði upplifað það að lögreglan væri hreinlega hluti af eða gengin í lið með þessu siðspillta liði þá hefði það getað orðið neistinn hefði kveikt í púðurtunnunni.“
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira