Nýting háhitasvæða áfram í sama farvegi Svavar Hávarðsson skrifar 20. júní 2013 08:00 Því hefur verið haldið fram að frekari nýting á svæðinu sé ekki ráðleg. Fréttablaðið/Valli HS Orka hefur ekki tekið neinar stefnumótandi ákvarðanir í ljósi erfiðleika í rekstri Hellisheiðarvirkjunar. Forstjóri Landsvirkjunar segir það hafa verið rétta stefnu að hægja á nýtingaráformum á háhitasvæðum á Norðausturlandi. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir að fréttirnar frá Hellisheiðarvirkjun hafi ekki orðið til þess að fyrirtækið hafi íhugað að breyta áherslum. „Hins vegar er nýting háhita verkefni þar sem menn verða að læra af reynslunni. Við erum að þreifa okkur áfram með niðurdælingu og fleira sem lýtur að því hvernig best er að nýta háhitasvæðin. En það hafa engar stefnumótandi ákvarðanir verið teknar,“ segir Júlíus. Á undanförnum dögum hafa málsmetandi menn sett fram þá skoðun að nógu langt hafi þegar verið gengið við nýtingu háhitasvæða, ekki síst á Reykjanesi. Á teikniborði HS Orku eru virkjanir í Eldvörpum, Krýsuvík og stækkun Reykjanesvirkjunar. „Ég veit ekki alveg hvernig þeir vita það. Ég er ekki að segja að þeir hafi rangt fyrir sér, þetta er eitthvað sem enginn veit. Þeir vita þá meira en okkar sérfræðingar sem vinna við að rannsaka og mæla á svæðinu,“ segir Júlíus, inntur um efasemdaraddir um nýtingu á Reykjanesi. Um hvort frekari rannsóknir séu ekki nauðsynlegar segir Júlíus að svæðin séu stöðugt til rannsóknar, en vill ekkert fullyrða um hvort reynslan frá Hellisheiði seinki eða breyti áformum um nýtingu háhitasvæða fyrirtækisins. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrirtækið hafi þegar breytt nálgun við uppbyggingu háhitasvæða. „Það er um eitt og hálft ár síðan við tilkynntum að á Norðausturlandi yrði farið í varfærna áfangauppbyggingu. Þar var áður stefnt á að virkja svæðin í einni atrennu, vegna eins stórnotanda á Bakka, en við féllum frá því. Við höfum því horft til reynslu annars staðar frá og erum að nýta hana,“ segir Hörður. Landsvirkjun hefur áform um uppbyggingu tveggja 45 megavatta áfanga við virkjun í Bjarnarflagi, auk 90 megavatta virkjunar á Þeistareykjum. Virkjun í Bjarnarflagi hefur verið mikið til umræðu vegna nálægðar við Mývatn, en Landsvirkjun lætur nú vinna úttekt á gildandi umhverfismati virkjunarinnar. Hörður segir mikilvægt að stíga varlega til jarðar við nýtingu háhita, og það hafi Landsvirkjun þegar tileinkað sér. „Þetta er auðvitað allt önnur nálgun en var á Hellisheiðinni,“ segir Hörður. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
HS Orka hefur ekki tekið neinar stefnumótandi ákvarðanir í ljósi erfiðleika í rekstri Hellisheiðarvirkjunar. Forstjóri Landsvirkjunar segir það hafa verið rétta stefnu að hægja á nýtingaráformum á háhitasvæðum á Norðausturlandi. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir að fréttirnar frá Hellisheiðarvirkjun hafi ekki orðið til þess að fyrirtækið hafi íhugað að breyta áherslum. „Hins vegar er nýting háhita verkefni þar sem menn verða að læra af reynslunni. Við erum að þreifa okkur áfram með niðurdælingu og fleira sem lýtur að því hvernig best er að nýta háhitasvæðin. En það hafa engar stefnumótandi ákvarðanir verið teknar,“ segir Júlíus. Á undanförnum dögum hafa málsmetandi menn sett fram þá skoðun að nógu langt hafi þegar verið gengið við nýtingu háhitasvæða, ekki síst á Reykjanesi. Á teikniborði HS Orku eru virkjanir í Eldvörpum, Krýsuvík og stækkun Reykjanesvirkjunar. „Ég veit ekki alveg hvernig þeir vita það. Ég er ekki að segja að þeir hafi rangt fyrir sér, þetta er eitthvað sem enginn veit. Þeir vita þá meira en okkar sérfræðingar sem vinna við að rannsaka og mæla á svæðinu,“ segir Júlíus, inntur um efasemdaraddir um nýtingu á Reykjanesi. Um hvort frekari rannsóknir séu ekki nauðsynlegar segir Júlíus að svæðin séu stöðugt til rannsóknar, en vill ekkert fullyrða um hvort reynslan frá Hellisheiði seinki eða breyti áformum um nýtingu háhitasvæða fyrirtækisins. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrirtækið hafi þegar breytt nálgun við uppbyggingu háhitasvæða. „Það er um eitt og hálft ár síðan við tilkynntum að á Norðausturlandi yrði farið í varfærna áfangauppbyggingu. Þar var áður stefnt á að virkja svæðin í einni atrennu, vegna eins stórnotanda á Bakka, en við féllum frá því. Við höfum því horft til reynslu annars staðar frá og erum að nýta hana,“ segir Hörður. Landsvirkjun hefur áform um uppbyggingu tveggja 45 megavatta áfanga við virkjun í Bjarnarflagi, auk 90 megavatta virkjunar á Þeistareykjum. Virkjun í Bjarnarflagi hefur verið mikið til umræðu vegna nálægðar við Mývatn, en Landsvirkjun lætur nú vinna úttekt á gildandi umhverfismati virkjunarinnar. Hörður segir mikilvægt að stíga varlega til jarðar við nýtingu háhita, og það hafi Landsvirkjun þegar tileinkað sér. „Þetta er auðvitað allt önnur nálgun en var á Hellisheiðinni,“ segir Hörður.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira